Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 52
242 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Aðrir kynþættir. þ. e. ýnisir litlir þjóðflokkar í Suður- og Austur-Asíu og á Kyrrahafseyjum, sem erfitt er að telja til nokkurra hinna þriggja kynþáttanna. Hverjum þessara aðalkynþátta er svo skipt í nokkra smærri kynþætti, sem við þurfum ekki að telja upp hér. Þessi greining er að nokkru leyti byggð á lit húðarinnar og einnig að nokkru leyti á höfuðlagi, gerð hársins, líkamsstærð og vaxtarlagi. Líffœrafrœðilegur grundvöllur Við byggjum sem sagt kynþáttaskiptingu á arfgengum líffærafræði- legurn eiginleikum. Ef við gerum ráð fyrir, að arfgengur mismunur sé á kynþáttum, hvað snertir greindarþroska, skapgerð eða aðra sálræna eiginleika, hlýtur slíkur sálfræðilegur mismunur að vera bein afleiðing af líffærafræðilegum mismuni. Það er því ástæða til að athuga, hvort eiginleikar þeir, sem við grundvöllum kynþáttagreiningu á, geti verið hin líffærafræðilega undirstaða sálfræðilegra eiginleika. Það þarf ekki neinn sérfræðing í líffærafræði eða sálfræði til að sjá það, að óliklegt megi teljast, að litur húðarinnar, augnalitur og gerð andlitsbeina geti verið hinn líffærafræðilegi grundvöllur sálfræðilegra eiginleika, svo sem vits og skapgerðar. Eini líffærafræðlegi eiginleikinn, sem er líklegur til að geta leitt af sér mikilvæg afvik í sálfræðilegum eiginleikum, er stærð og gerð heilans. Við vitum, að dýrategundir þær. sem hafa tiltölulega stóran heila, liafa mest vit. Það sem hér skiptir máli, er ekki stærð heilans út af fyrir sig, heldur skiptir máli, að heilinn sé tillölulega stór miðað við stærð dýrsins. Þyngd heilans miðað við þyngd likamans er miklu meiri hjá manninum en nokkru dýri, og hin greindustu dýr hafa ekki hálfl vit á við treggáfaðan mann. Ég vil vara menn við að draga þá ályktun af því, sem hér er sagt, að mismunur á greind einstakra manna sé í samræmi við mismunandi heila- stærð. Athuganir þær, sem hafa verið gerðar til að leiða í ljós, hvort þeir einstaklingar, sem hafa stærstan heila, séu greindari en aðrir, benda til þess, að ekkert samband sé milli heilastærðar og greindar einstakl- inga. Við vitum t. d., að meðalstærð heilans hjá konunr er nokkru minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.