Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 6
196 TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR arinnar eru til timræðu og halda þeim skoðunum fram án þess að hirða, hvort þær samrýmist í einu og öllu stefnum stjórnmálaflokka, er þeir fylgja. Ég hygg að lítt mark væri tekið á tali og skrifum stúdenta um sjálfstæðismál, ef þeir létu stjóm- málaflokka skipa sér fyrir verkum í hvívetna, væm hvorki rnenn til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir né dirfast að halda þeim fram. Það rná öllum ljósl vera, að afstaða meirihluta stúdenta í sjálfstæðismálnnum er ópólitísk og í engu háð stjómmálaflokknm. Grundvöllur samstarfs þeirra, er mynda meirihluta í stúdentaráði, er andstaða gegn langvarandi setu erlends hers í landinu. Það em ekki mörg ár liðin frá því, er vart varð ágimdar erlendra hervelda á fslandi til afnota í styrjaldarundirbúningi. Árið 1945 kom fram ósk frá Bandaríkjunum um að fá íslenzk landsvæði leigð undir herstöðvar til 99 ára. Þeirri málaleitan var einróma synjað. Þá var það skoðun nær allra íslendinga, að aldrei mætti leyfa dvöl erlends hers í landinu á friðartímum. Nú aðeins 9 árum síðar dvelst erlendur her í landinu, þótt friður ríki í heiminum, og bíður eftir ímyndaðri styrjöld, sem enginn veit, hvenær á að ríða yfir. Hinn er- lendi her mun að sjálfsögðu fús til þess að dveljast hér um ófyrirsjáanlegan tíma t. d. 99 ár, ef engar kröfur koma frá íslendingum sjálfuin um uppsögn hervemdar- samningsins og brottför hersins úr landinu. Forsendur íslenzkra stjómmálamanna fyrir hervemdarsamningnum 1951 voru, að svo ófriðlega horfði í heiminum, að ör- yggi landsins væri í bráðri hættu. Síðan 1951 hefur birt mikið í lofti, allt annað andrúmsloft virðist nú ríkja í skiptum stórþjóðanna á milli en 1951. Ýmsir þeir, sem voru fylgjandi herverndarsamningnum, þegar hann var gerður, taka nú að end- urskoða afstöðu sína. Því veldur þó ekki aðeins breytt viðhorf í alþjóðamálum, heldur einnig hin sívaxandi hætta, sem íslenzkri menningu og siðgæði, tungu og þjóðerni stafar af hersetunni. Nú er hinn rétti tími til þess að hefja sókn í baráttu fyrir uppsögn herverndarsamningsins og brottför hins erlenda hers. f sjálfstæðis- haráttunni verða íslendingar að treysta á sig sjálfa, erlend náð og vinátta er einskis virði. Kröfur um brottför hersins verða að koma frá þjóðinni sjálfri. Talsmenn Bandaríkjanna og alþjóðasamtaka, sem þau ráða mestu í. munu áreiðanlega telja íslendingum óráð að segja upp herverndarsamningnum næstu árin. Vilji Banda- ríkjamanna í þessum efnum kom í ljós er þeir fóni fram á herstöðvar til 99 ára. En hversu lengi sem erlendur her dvelst hér á landi þá má þjóðin aldrei sætta sig við hersetuna. Ekkert er hættulegra en að þjóðin taki að sætta sig við langvarandi her- nám og sljóvgist fyrir afleiðingum þess. íslenzkir stúdentar vilja ekki verða eftirliátar annarra fslendinga f barátlu fyrir brottför liins erlenda hers úr landinu. Sú barátta er hafin af þjóðinni, æ fleiri krefj- ast þess, að endir verði bundinn á hið niðurlægjandi ástand. fslendingar geta ekki sætt sig við aðrar lyktir málanna en brottför hersins, svo að þeir ráði öllu landi sínu sjálfir að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.