Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 68
258
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Jæja. það þýðir víst ekkert að fást um það. Já, en meðan ég man. Ég
hef lengi ætlað að tala við þig um þessa lvkt, sem er í herberginu þínu,
Asbjörn.
Hvaða lykt?
Það er lykt, hræðileg lykt.
líg finn enga lykt.
Finnurðu enga lykt? Það er skrýtið. Þú hlýtur að vera orðinn henni
samdauna.
Hvernig er þessi lykt?
Herbergið þitt lyktar eins og feyraður mör.
Feyraður mör? Hvað er það?
Það lyktar eins og tólg, sem farin er að mygla. Og ég set það í sam-
hand við þessa matarböggla, sem þú færð frá Færeyjum.
Ég fæ engan mat frá Færeyjum nema skerpukjöt. en það er mjög góð
lykt af því.
Já, þarna kemur það, segir Stefanía, lyktin er auðvitað af þessu
skarpakjöti.
Það heitir ekki skarpakjöt, heldur skerpukjöt.
Mér er sama, hvað það heitir. Það lyktar samt. Ég ætla ekki að hanna
þér að vera með skrínukost í herberginu, en lvktina af þessu skarpakjöti
get ég ekki þolað. Þessa ólykt leggur um allt húsið. Og þegar gestir
koma, halda þeir að ég sé einhver sóði. Þú verður að hætta að koma
með þetta skarpakjöt.
Eftir þennan lestur frúarinnar fer Ásbjörn upp í herbergið sitt og
hugsar um ólyktina eins og hverja aðra fjarstæðu. Seinna um kvöldið
hýr hann sig upp og fer út. Hann gengur þjóðveginn og ætlar til horgar-
innar.
Áshjörn! er kallað á eftir honum. Hann þekkir röddina og snýr við.
Ætlarðu ekki að tala við mig? spyr Jóna utan til við hliðið.
Hvað viltu mér? spyr hann.
Ég er ein heima í kvöld og er að straua stórþvott. Viltu ekki koma inn
og fá hjá mér kaffisopa?
Hún fer með hann í eldhúsið og gefur honum kaffi. Þegar hún er húin
að renna í bollann hans. segir hún. með lítilsvirðingu í röddinni:
Það eru nú meiri kallarnir þessir kanar!
Áshirni svelgist á við að heyra þessi óvæntu tíðindi.