Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 88
278 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um breiðstræti borgarinnar. Það tók þátttakendur rösklega 2 klst. að ganga framhjá ráðhúsinu, og þar var röðin þó eins margsett og komst fyrir í hinum breiðu strætum. Heimsfriðarráðið hefur haldið margar ráðstefnur og þing síðan það var stofnað. A þingunum hafa mikilvægar ályktanir og áskoranir verið samdar, birtar um öll lönd og sendar stórveldunum. Þannig skoraði þingið í Vínarhorg árið 1952 á Sameinuðu þjóðirnar að hlutast til um að friður yrði saminn í Kóreu. Þingið í Berlín vorið 1954 sendi áskor- un um að hætt yrði að berjast í Indókína, og nú á þinginu í Stokkhólmi 18.—24. nóvember var send mjög ákveðin áskorun varðandi samninga Adenauers kanslara Vestur-Þýzkalands og Mendés France, hins franska forsætisráðherra, um endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands. I báðum fyrri tilfellunum hefur málum skipazt í friðarátt, og í síðasta tilfellinu er sannarlega uggur í mönnum, og atburðir síðustu daga sýna hversu menn óttast afleiðingar þeirrar ábyrgðar, sem þeir takast á hendur með því að hervæða aftur þá þjóð, sem átti upphaf að tveim hrikaleg- ustu styrjöldum í heimssögunni, þrátt fyrir ágæti hennar á margs konar menningarlegum vettvangi. Forustumönnum Heimsfriðarhreyfingarinn- ar er það ljóst, að endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands verður svarað með endurhervæðingu Austur-Þýzkalands, og þannig hefst vopnakapp- hlaup, sem óhjákvæmilega verður heimsfriðnum hættulegt, enda ekki fallið til að sameina tvo þjóðarhluta, sem allt réttlæti mælir með að beri að sameina fyrr en síðar. — Fátt er þjóðum ömurlegra en það, að að- skiljast í tvær heildir, þar sem hvor helmingur stendur andspænis hin- um, vopnaður og ógnandi. Slík virðast vera örlög þjóða nú og bætist í hópinn heldur en hitt. Þvílíkum örlögum vill Heimsfriðarhreyfingin bægja frá Þýzkalandi, með óbifanlegri trú á að sá málstaður sé réttari og til meiri heilla fyrir Þýzkaland, að leita samninga á friðsamlegan hátt, heldur en hervæðast hvor gegn öðrum, með þeirri áhættu að styrj- öld hefjist að nýju og má þá eins búast við að fáir verði til frásagnar. Margir, sem þessi orð lesa, munu eflaust telja, að slíkar og þvílíkar bollaleggingar séu draumórar einir, í rauninni óframkvæmanlegir í á- tökum harðsvíraðra stjórnmálamanna um lífsstefnur þjóða. En því þá það? Ljóst dæmi er á takteinum. Fyrir nokkrum mánuðum tókust Júgó- slafar og ítalir á um yfirráð í Trieste svo, að eins gat dregið til vopna- viðskipta, eftir því sem fregnir hermdu. Eftir miklar ýfingar og þóf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.