Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 28
218 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ins á Kirkjubóli mun undrast hve ljós heimsins loga þar skært. þar búa flestir hlutir er mönnum hafa verið hugstæðastir um sinn; en ekki aðeins rúnir aldarinnar, þær sem vekja nútímamönnum harm og gleði, hroll og unað, eru hér ristar, heldur talar sagan sterku máli af þessum bókar- spjölduin, skáldið finnur hjá sér ríkan samheyrileika við það líf sem áður var lifað í landinu, og örlög af því tagi sem fyr var tíðum endir á íslendíngasögum eru í skáldskap þessum endurborin. Innvirðuleg nátt- úruskynjun, næm og fersk, helst í hendur við þessa innlifun í þjóðlíf og sögu, — stundum borin fram í tóntegund sem margir frammúrmenn í bókmentum vilja ekki skilja, af því þeir halda það sé rómantík, og jafn- vel Guðmundur Böðvarsson segir sjálfur á einum stað: mitt ljóð er lið- ins tíma endurómur, hinn ángurværi hljómur kveðjulags. En þeir góðu menn gleyma því að með hinum barnslega einlægleik og fjálgleika hjarð- sveinsins einum verður náttúran lofuð sem vert er; harpan er skilgetin dóttir náttúrunnar, og hafi menn orðið fyrir því tjóni að brjóta hana, þá er mönnum gagnslaust að yrkja um náttúru, og mættu þá eins vel fara að yrkja um sviksemi vinnuhjúa eða tóbak, einsog menn gerðu á 18. öld áður en þeir fóru að sjá náttúruna hér á landi. Vér lifum á öld þegar aðalatriði í viðurtekju skáldskapar er ekki að njóta þess sem sagt er i ljóði, né leita í ljóðinu þess sem brann í hjarta manns þó maður kynni ekki að segja það sjálfur, heldur hitt, að finna ljóðinu eitthvað til foráttu, sýna frammá hvað það sé órökrétt, illa ort, á eftir tímanum í hugsunarhætti, líkt einhverjum skáldskap öðrum eða lagað eftir einhverri úreltri skáldskaparstefnu. og svo framvegis. Ein- stöku menn eru svo mentaðir að þeir hafa glatað hæfileikanum til að koma auga á viturt og einlægt skáld, vorkunnsamt og elskuríkt, opinbera sig í kvæði, heldur hánga með krampateygjum í sjálfs sín — en einkum þó annarra — kreddum og bábiljum meðan þeir lesa, uns þeir eru svotil hættir að þekkja stafina af gáfnasökum og ofurþúnga vísdóms. Ég segi fyrir mig, ég kann vel að lesa skáldskap einsog þeir gagnrýnendur sem heyra sama flokki og ólæsir menn. En ef ég sé ærlegan mann birtast í kvæði, þá er mér sama þó kvæðið sé órökrétt og illa ort og á eftir tíman- um og líkt einhverjum öðrum skáldum eða einhverri úreltri skáldskapar- stefnu. Ég veit vel að kvæði einsog Oxin eftir Guðmund Böðvarsson brýtur á rnóti heilu skippundi af kreddum bókmentagagnrýnenda. En í þessu kvæði er tjáður af góðu skáldi harmleikur veraldar einsog hanií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.