Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 48
KRISTINN BJÖRNSSON: Hvað getur sálarfræði nútímans frætt okkur uni mismun kynþátta? Inngangsorð Það sem af er þessari öld, hafa sálfræðilegar rannsóknir tekið miklum framförum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa verið fundnar upp, nýjar til- gátur settar fram, nýjar fræðikenningar leiddar í ljós og ný svið mann- legs lífs rannsökuð. Sálfræðilegar rannsóknir eru nú ekki lengur miðaðar við það eitt að finna almenn lögmál, sem gildi um mannkynið í heild. Hin síðari ár hef- ur mikil áherzla verið lögð á það að rannsaka mismun einstaklinga og mismun þjóða og kynþátta. Frá alda öðli hafa menn veitt því athygli, að fólk frá fjarlægum heims- hlutum var ólíkt að ytra útliti. Einnig hafa menn veitt því athygli, að hegðun og siðvenjur óskyldra þjóða voru ólíkar. Það hefur því verið reynt að flokka menn eftir ytra útliti eða líkamsgerð í ólíka kynþætti. Þetta eru ekki nein ný vísindi. Á tímum Forn-Grikkja lýsti Aristoteles kynþáttamismun. Hann var þeirrar skoðunar, að ákveðinn sálfræðilegur mismunur væri á kynþáttum. Ibúar norðlægra landa væru grimmir, sterkir og heimskir. Þeim hefði ekki tekizt að þróa æðri menningu vegna þess, að þeir lifðu í köldum lirjóstrugum löndum. íbúar suðlægra og austlægra landa voru að vísu greindari, samkvæmt skoðun Aristoteles- ar, en hið heita loftslag hafði gert þá lata og værukæra. Aðeins Grikkjum hafði tekizt að þróa æðri menningu, bæði vegna ágætis kynþáttarins, sem þar bjó, og hins hæfilega hlýja loftslags. Ég skal geta þess, að öllum kynþáttakenningum er það sameiginlegt, að í þeim hefur verið lögð áherzla á ágæti og yfirburði þess kynþáttar, sem höfundur kenningar- innar tilheyrði, en öðrum kynþáttum hefur jafnan verið lýst sem frum- stæðum og lítt gefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.