Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 87
UMSAGNIR UM BÆKUR breima læSur hvessa yndisgrcenar helsjónir á snuSrandi silfurrefi slœ ég ég slœ út tigli Þetta eru mjög vel heppnaðar og raun- sæjar þjóðlífsmyndir; ég gizka á að sú fyrri sé úr Dómkirkjunni og sú seinni úr Lido. Spilamennskan táknar þá „fullkomnu ró- semi“ sem frá segir í kvæðinu um Klepp vorrar plánetu. í ræðu sinni á landsfundi Samtaka her- námsandstæðinga haustið 1962 (sjá Tíma- rit Máls og menningar 4.-5. 1962), fáum mánuðum fyrir útkomu ÓljóSa, komst Jó- hannes svo að orði að eina leiðin til þess að barátta samtakanna mætti verða sigursæl væri „að beina svo hreinum og sterkum spegli að ásýnd þjóðarinnar að hún sjái sjálfa sig í gegn — læri að þekkja og óttast slysni sína og mein“. Þessi orð lýsa vel því sem OljóS leitast við að gera, einkum í tveimur fyrri köflunum: að beina spegli að ásýnd þjóðarinnar svo að hún sjái að sér og bæti ráð sitt, að vera hugvekja og ádeila. Eg held því að réttmætt sé og gagnlegt að athuga þau nokkuð frá sjónarmiði ádeilu- skáldskapar. Að kunna að takmarka sig, beina árás sinni (eða spegli) að tilteknum, skýrt af- mörkuðum og konkret dæmum, er án efa eitt meginskilyrði þess að geta ort góða ádeilu. Jóhannes hefur tilhneigingu til að fara í gervi spámannsins sem er að boða heimsendi. Hann sér hvarvetna upplausnar- merki, og sum kvæðin verða líkt og mynd- ir sem ekki eru í fókus; ádeila verður að vera í fókus. Hann deilir á heiminn, öldina, mannskepnuna, Islendinga; en þetta er of almenns eðlis; ádeila sem beint er gegn öllum hrín ekki á neinum. Stundum virðist skeytunum ekki vera beint í rétta átt, t. d. í afstöðunni til vélvæðingar og tækni: ... kyrtilskrýddur jóSurmeistari vélmjólkar aumingja búkollu gömlu „Á þessari rímlausu skeggöld". Þetta minnir á það þegar rómantísk skáld voru að yrkja ádeilukvæði um eim- reiðir á öldinni sem leið. Og viðvíkjandi DraumkvœSi IX: það væri mikill misskiln- ingur að kenna þróun tækninnar um tor- tímingarhættuna; meinið er ekki þróuð tækni, heldur vanþróuð samfélagsform. Annað skilyrði góðrar ádeilu virðist vera að skáldið sýni sjálfsöryggi og yfirburði. (Hér er að sjálfsögðu aðeins átt við hug- blæ verksins; í raun og veru kann skáldið að vera rúmfastur sjúklingur eða dauða- dæmdur fangi; það sem máli skiptir er að í ádeilunni komi persóna hans sjálfs ekki fram sem vandamál eða tilefni efasemda.) í ÓljóSum ber þó meira á íróníu og sjálfs- háði sem stundum veldur klofningi í kvæð- unum og hefur lamandi áhrif, sérstaklega sem endir kvæðis. Mér finnst t. d. orka tví- mælis að enda formálskvæðið á írónískum tón; veikir það ekki einingu þess og áhrifa- mátt? Og niðurlagið á Dœgurlagi III er ger- samlega út í hött. Af hverju markast hugblær jafnvel flestra ádeilukvæðanna í ÓljóSum meira af efa og vonleysi en af sjálfsöryggi? Svarið er vitan- lega ekki að Jóhannesi hafi bara mistekizt — frá listrænu sjónarmiði — að finna rétt- an hugblæ, heldur kemur hér til mat hans á íslenzkum þjóðfélagsveruleik og lífsskoð- un hans í heild. Lítum aftur á fyrrnefnda ræðu skáldsins. Ilonum er mjög myrkt fyrir augum; og lionum sýnist að rangt sé að deila á ein- staka stjórnmálaflokka eða stéttir eða valdsmenn fyrir það hvemig málum er kom- ið. „Það er þessvegna þjóðin öll — öll lýð- veldiskynslóðin — sem ábyrgðina ber, ekki einungis þeir sem styðja uppgjafarstefnuna eða láta hana afskiptalausa, heldur einnig við sem barizt höfum á móti henni frá upp- 357

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.