Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 65
Um nokkra þœtti brezkrar menningar annað eðli manna. Brezka borgarastéttin vísaði heildarhugtakinu á bug og gerði sér að góðu þægilegan undirtyllusess innan valda- og tignarkerfis hins kapítalíska þjóðfélags á fyrri hluta Viktoríutímabilsins. Hún þurfti ekki á hugtakinu að halda á þessu fyrsta skeiði sögu sinnar. Borgarastéttinni var það engin óhjákvæmileg nauðsyn að steypa af stóli hinni fyrri valdastétt, því að kapítalísk framleiðsluskipan var þegar komin á í enskum landbúnaði og hið lénska ríkisvald hafði verið brotið á bak aftur á 17. öld. Sameigin- legir framleiðsluhættir þokuðu háðum stéttunum saman og gerðu þeim að lokum kleift að renna saman í eina heild. Menningarlegar takmarkanir borg- aralegrar hugsunar í Englandi voru því skynsamlegar frá pólitísku sjónar- miði; þegar allt kom til alls lágu hinar efnahagslegu aðstæður til grund- vallar þessum takmörkunum. Heildarhugtakinu var ofaukið þegar borgarastéttin var að berjast fyrir hlutdeild í ríkjandi skipulagi, en þegar hún var fengin varð það hættulegt. Aðra stundina gleymdist það, hina stundina var það hælt niður. Því að jafn- skjótt og hin nýja valdastétt hafði samlagazt var eðlilegt að hún snerist af einbeitni öndverð gegn öllum þeim hugsuðum, hverju nafni sem þeir nefnd- ust, sem vildu taka til athugunar þjóðfélagskerfið í heild og drógu þar með ljóslega í efa ágæti þess. Upp frá þessu beindi borgarastéttin menningu sinni af alefli gegn öllu þvi sem hugsanlega gat stuðlað að slíkri umsköpun. Að sjálfsögðu fyrirfundust menn sem gagnrýndu hið kapítalíska þjóðfélag Vikt- oríutímabilsins. En þeir voru afsprengi bókmenntalegrar hefðar og ófærir um að byggja upp hugmyndakerfi. Hinn víðfeðmi hugarheimur Webers, Durk- heims og Paretos var framandi fyrir þá umgjörð sem brezk menning hafði fastmótað á öldinni sem leið. Að sjálfsögðu hafði það úrslitaþýðingu í þessu efni að sú pólitíska ógnun sem réð svo miklu um uppkomu félagsfræðinnar á meginlandinu, þ. e. viðgangur sósíalismans, var ekki til staðar í Englandi. Brezkum verkalýð tókst ekki að mynda sér eigin stjómmálaflokk á öldinni sem leið. Þegar það loks var gert höfðu sambærilegir flokkar á meginland- inu þegar starfað í tvo áratugi, og hinn nýi flokkur var alveg ósnortinn af fræðikenningum marxismans. Hin ríkjandi stétt í Bretlandi fann því aldrei neina knýjandi nauðsyn á því að skapa altækt hugmyndakerfi til mótvægis hættunni sem stafaði af byltingarsinnuðum sósíalisma. Hvötin til heildar- skilnings og dulin svartsýni Webers og Paretos voru henni framandi. Hin sérkennilega, forherta nesjamennska sem einkenndi þessa valdastétt var ónæm fyrir erlendum áhrifum og aðfluttum nýjungum. Glöggt dæmi um þetta er hin síðborna blómgun kenninga Hegels í Englandi, í verkum þeirra Greens, 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.