Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 72
Tímarit Máls og menningar Rit Wittgensteins, Philosophical Investigations, hafÖi að geyma snilldar- lega véfréttarlausn á þessum vandamálum. í síðari heimspekiritum sínum hélt Wittgenstein því staðfastlega fram að málið væri síbreytilegt safn sam- stæðna sem lytu sérstökum reglum. Utan þeirra væri ekkert „algert“ sjónar- mið hugsanlegt. Hver einstök samstæða væri sér á parti og fullgild í sjálfu sér. Hin mikla hugsanavilla heimspekinganna var að rugla þeim saman með því að nota reglu sem átti við um eina, í öðru samhengi. Merking hugtaks var sú merking sem það var venjulega notað í, og sannur heimspekingur stóð vörð um hið vanabundna. Samkvæmt þessari kenningu var formlega ekkert því til fyrirstöðu að veita frumspekinni (þ. e. hinum hefðbundnu viðfangs- efnum heimspekinnar) sess, sem einni samstæðu af mörgum, enda þótt hún væri ekki allra. Það er vert að taka eftir því að í reyndinni var einungis trú- arbrögðum veittur þessi réttur að fullu. Megináhrif síðari heimspekikenn- inga Wittgensteins voru einfaldlega í því fólgin að leggja blessun yfir hvers- dagslegt orðfæri hins daglega máls. Sú róandi fullyrðing að ekki væri unnt að auka við þau tungumál sem til væru að utan (en það var árás á fyrir- myndartungumál), fól jafnframt í sér þá trú að tungumál það sem til væri tæki í rauninni yfir alla hugsanlega notkunarmöguleika og væri því loku fyrir það skotið að ein samstæða gæti fyrir innanaðkomandi áhrif útrýmt eða hætzt við aðra. Skylda heimspekingsins væri þvert á móti að tryggja samsemd og stöðugleik kerfisins með því að koma í veg fyrir óvænt viðbrögð innan þess. Þessi nýstárlega kenning jafngilti fullkominni og fyrirvaralausri eiðsvarinni yfirlýsingu um óbreytanlegt hugtakakerfi. Rökrétt afleiðing af þessu var dulræn upphafning „heilbrigðrar skynsemi“ og þess hversdagslega orðfæris sem hún íklæddist. Wittgenstein var með sanni réttsýnn og frum- legur hugsuður, þótt hann hefði sínar lakmarkanir. Hann hafði megnustu fyrirlitningu á „vanmætti og magnleysi tímaritsins Mind“ og fordæmdi Ox- ford sem „heimspekilega eyðimörk“. En Oxford átti eftir að verða höfuðvígi þeirrar heimspekistefnu sem hann lagði grundvöllinn að. Hin málvísindalega heimspeki fjórða og fimmta áratugs aldarinnar fól í sér meðvitað fráhvarf frá hinum arfteknu viðfangsefnum vestrænnar heim- speki. Kenningar allra hinna miklu heimspekinga fyrri tíma höfðu mótazt af altækum hugmyndum um manninn og samfélagið, og breytti mismunandi skoðanaafstaða engu í því efni. Hume og Kant, Locke og Spinoza, Descartes og Leihniz, Mill og Hegel skrifuðu bækur um siðfræði, þj óðfélagsmál og stjórnmál jafnhliða ritum sínum um þekkingarfræði og rökfræði, og þeir litu á ritstörf sín sem eina heild. Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur ensk 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.