Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 80
Tímarit Máls og menningar gætti í verkum hans. Þær lágu til grundvallar hinu tvíþætta efnissviði þess- ara verka. Einn hluti rita hans fjallaði á nákvæman og nærfærinn hátt um valdakerfi jarðeigendaaðalsins í Englandi á 18. öld. Hinn hluti þeirra var helgaður snjöllum og skarpskyggnum hugleiðingum um sögu meginlandsríkj- anna í Evrópu á 19. og 20. öld. Rannsóknir Namiers á valdatímabili Georgs III. mörkuðu tímamót í brezkri sagnaritun af því að í þeim fólst fyrsta raun- verulega athugunin á gerð og uppbyggingu valdakerfisins á þeim tíma og á samsetningu valdastéttarinnar. Hann sýndi fram á markleysi kenningarinnar um tvo stríðandi stjórnmálaflokka á stéttarlegum og hugmyndafræðilegum grundvelli og færði sönnur á stéttareininguna í enska þinginu á 18. öldinni og á þá beinu efnahagslegu hagsmuni sem réðu úrslitum um pólitískan frama og pólitískan trúnað innan þingsins (mútukerfi og skjólstæðingaveldi). Þetta var í fyrsta sinn sem sagan var riluð án þess að nokkuð væri skeytt um tíma- talið. Namier hafði megnustu skömm á þvaðurskenndri frásögn. Brezkir sagn- fræðingar viðurkenndu hin viðamiklu og meitluðu verk hans vegna hins mikla fjölda þaulkannaðra heimilda sem þau voru reist á. Sem heimildakönnuður átti hann ekki sinn líka. Aðferð sú er hann beitti við rannsókn á þjóðfélags- gerðinni átti einstaklega vel við þegar viðfangsefnið var hið átakalitla og stöðuga þjóðfélag 18. aldarinnar. Hann leit á það sem þjóðfélag er með dá- samlegum hætti hefði öðlazt þjóðernislega og landfræðilega einingu sem byggðist á öryggi gagnvart innrásum og á því að ólíkir þjóðernishópar og tungumálasamfélög voru smátt og smátt að renna saman í eina heild. Namier var þeirrar skoðunar að landfræðileg og þjóðernisleg eining af þessu tagi væri alger forsenda þess að frelsi gæti ríkt. Frelsi var í hans augum sama sem þingræðisskipulag. En þingræðisstofnanir útheimtu þrepskiptingu í þjóðfé- laginu. England átti því dæmalausa láni að fagna að þar voru þessar forsend- ur frelsisins til staðar. Á 18. öldinni reis á legg það pólitíska kerfi sem var hið sýnilega tákn um forréttindaaðstöðu þess. Saga Evrópu á 19. og 20. öld var alger andstæða þessarar friðsældar. 011 þróun meginlandsríkjanna í Evrópu frá 1789 til 1945 fólst að mati Namiers í hinni skaðvænlegu sigurgöngu þj óðernisstefnu og lýðræðis. Hvorttveggja var frelsinu fjandsamlegt. Á meginlandinu gilti öll röksemdafærsla hans með öfugum formerkjum. Þar fyrirfannst ekki landfræðileg og þjóðernisleg ein- ing eins og í Englandi. Þar hitti maður í fyrsta lagi fyrir einvaldsríki, byggð fólki af mörgu þjóðerni sem voru eins og þau lögðu sig eign einvaldans. Ríki Habsborgaranna var bezta dæmið um þetta. í öðru lagi var um að ræða and- stæðu þess sem var jafnskaðleg, semsé hugmyndina um að hver kynstofn með 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.