Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 126
Tímarit Máls og menningar
reyndum. Skáldskapurinn verður jarð-
bundinn og tekur sér bústað í félagsleg-
um veruleika nútímans ... fyrst í þröng-
um hring og síðan æ víðari, unz ekkert
mannlegt eða pólitískt vandamál er orðið
skáMunum óviðkomandi.“ (19) Slík kvæði
er auðvitað auðvelt að þýða nær orðrétt,
en oft má litlu muna hvort tekst að varð-
veita þann þokka eða spennu sem þrátt
fyrir allt gerir þessa texta að ljóðum. Hér
er einatt um það að ræða að orð og setn-
ingar eða heilar lýsingar og orðræður
sem í sjálfu sér eru hversdagsleg birtast í
nýju samhengi og óvæntu Ijósi í Ijóðinu.
Það er auðvitað erfitt að segja hvenær
þýðingar á slíkum Ijóðum hafa tekist til
fullnustu, en textar þessir hjá Hannesi eru
skemmtilegur lestur, og veldur þar sjálf-
sagt mestu að hann hefur einkum valið
kvæði með gamansömum blæ.
Segja má að ummæli Hannesar um nýj-
ustu ljóðlist Norðurlandabúa og dæmin
sem hann velur til þýðinga gefi mjög ein-
faMaða og eiginlega ekki alveg rétta mynd
af hemii. Hjá mörgum hinna yngri skálda
kemur hin opna og spyrjandi afstaða ekki
aðeins eða aðallega fram gagnvart um-
hverfinu og samfélaginu, heldur sérstak-
lega gagnvart þeirri samfélagsstofnun sem
er tæki þeirra, sjálfri tungunni. Ofgafullt
afbrigði þessarar hneigðar, sem auðvitað
er í beinu framhaldi af módernismanum,
er konkretisminn svo nefndi sem Hannes
af góðum og gildum ástæðum leiðir alveg
hjá sér. Annað afbrigði mætti kannski
með dönskum gagnrýnendum kalla kerf-
isskáldskap (systemdigtning) og má sjá
vísi að honum í Ijóðunum eftir Inger
Christensen sem Hannes þýðir.
I inngangi bókarinnar, sem ég hef þeg-
ar vitnað til, gerir Hannes grein fyrir að-
draganda módernismans á Norðurlöndum
og sögu hans. Hann leggur hér góðan
skerf af mörkum til að farið verði að líta
á þá bókmenntastefnu sem hvert annað
sögulegt og afmarkað fyrirbrigði í bók-
menntaumræðum okkar. Nákvæmastur er sá
hluti inngangsins sem fjallar um frum-
kvöðla módernismans á Norðurlöndum
fyrst í Finnlandi (Södergran, Diktonius,
Björling) og síðan í Svíþjóð (Martins-
son, Lundkvist, Ekelöf), Danmörk (Munch-
Pctcrsen) og Noregi (Jacobsen), allt skáld
sem koma fram milli stríða, þótt sum
þeirra hafi ort mikið, jafnvel sín bestu
ljóð, á því skeiði sem bókin nær yfir
(Jacobsen er þó sá eini sem hér fær að
fljóta með). Það er svo á stríðsárunum og
árunum eftir stríðið sem módernisminn
ryðst fram af fullu afli, en eins og bókin
sýnir eiga önnur Norðurlönd það sameig-
inlegt Islandi að skáldskapur með hefð-
bundnara formi skipar þar traustan sess,
einkum fram undir 1960.
Það gefur auga leið að Hannes getur
ekki í stuttum formála gert sögu nútíma-
ljóðsins á Norðurlöndum nein fullnaðar-
skil, en bók hans öll er talandi staðfesting
þeirra orða sem hann gerir að ályktunar-
orðum sínum:
„Hér skal engu spáð um það hver þróun
nútímaljóðsins á Norðurlöndum muni
verða næstu árin, en það eitt er víst að á
sínu stutta skeiði hefur það auðgað nor-
rænan skáldskap og fært skáldum framtíð-
arinnar upp í hendurnar nýja möguleika
til að skynja heim nútímans og túlka hina
margbrotnu mynd hans.“
Vésteinn Ólason.
KÍNVERSK UÖÐ
Sú var tíðin að arabískir bedúínar kynnt-
ust heimsmenningunni eftir að hafa lagt
að fótum sér veldi Sassanídanna pers-
nesku og Byzans, leifar hins rómverska
heimsveldis. Þá var tekið til við að snúa
ritum liinna grísku heimspekinga og bók-
116