Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 126
Tímarit Máls og menningar reyndum. Skáldskapurinn verður jarð- bundinn og tekur sér bústað í félagsleg- um veruleika nútímans ... fyrst í þröng- um hring og síðan æ víðari, unz ekkert mannlegt eða pólitískt vandamál er orðið skáMunum óviðkomandi.“ (19) Slík kvæði er auðvitað auðvelt að þýða nær orðrétt, en oft má litlu muna hvort tekst að varð- veita þann þokka eða spennu sem þrátt fyrir allt gerir þessa texta að ljóðum. Hér er einatt um það að ræða að orð og setn- ingar eða heilar lýsingar og orðræður sem í sjálfu sér eru hversdagsleg birtast í nýju samhengi og óvæntu Ijósi í Ijóðinu. Það er auðvitað erfitt að segja hvenær þýðingar á slíkum Ijóðum hafa tekist til fullnustu, en textar þessir hjá Hannesi eru skemmtilegur lestur, og veldur þar sjálf- sagt mestu að hann hefur einkum valið kvæði með gamansömum blæ. Segja má að ummæli Hannesar um nýj- ustu ljóðlist Norðurlandabúa og dæmin sem hann velur til þýðinga gefi mjög ein- faMaða og eiginlega ekki alveg rétta mynd af hemii. Hjá mörgum hinna yngri skálda kemur hin opna og spyrjandi afstaða ekki aðeins eða aðallega fram gagnvart um- hverfinu og samfélaginu, heldur sérstak- lega gagnvart þeirri samfélagsstofnun sem er tæki þeirra, sjálfri tungunni. Ofgafullt afbrigði þessarar hneigðar, sem auðvitað er í beinu framhaldi af módernismanum, er konkretisminn svo nefndi sem Hannes af góðum og gildum ástæðum leiðir alveg hjá sér. Annað afbrigði mætti kannski með dönskum gagnrýnendum kalla kerf- isskáldskap (systemdigtning) og má sjá vísi að honum í Ijóðunum eftir Inger Christensen sem Hannes þýðir. I inngangi bókarinnar, sem ég hef þeg- ar vitnað til, gerir Hannes grein fyrir að- draganda módernismans á Norðurlöndum og sögu hans. Hann leggur hér góðan skerf af mörkum til að farið verði að líta á þá bókmenntastefnu sem hvert annað sögulegt og afmarkað fyrirbrigði í bók- menntaumræðum okkar. Nákvæmastur er sá hluti inngangsins sem fjallar um frum- kvöðla módernismans á Norðurlöndum fyrst í Finnlandi (Södergran, Diktonius, Björling) og síðan í Svíþjóð (Martins- son, Lundkvist, Ekelöf), Danmörk (Munch- Pctcrsen) og Noregi (Jacobsen), allt skáld sem koma fram milli stríða, þótt sum þeirra hafi ort mikið, jafnvel sín bestu ljóð, á því skeiði sem bókin nær yfir (Jacobsen er þó sá eini sem hér fær að fljóta með). Það er svo á stríðsárunum og árunum eftir stríðið sem módernisminn ryðst fram af fullu afli, en eins og bókin sýnir eiga önnur Norðurlönd það sameig- inlegt Islandi að skáldskapur með hefð- bundnara formi skipar þar traustan sess, einkum fram undir 1960. Það gefur auga leið að Hannes getur ekki í stuttum formála gert sögu nútíma- ljóðsins á Norðurlöndum nein fullnaðar- skil, en bók hans öll er talandi staðfesting þeirra orða sem hann gerir að ályktunar- orðum sínum: „Hér skal engu spáð um það hver þróun nútímaljóðsins á Norðurlöndum muni verða næstu árin, en það eitt er víst að á sínu stutta skeiði hefur það auðgað nor- rænan skáldskap og fært skáldum framtíð- arinnar upp í hendurnar nýja möguleika til að skynja heim nútímans og túlka hina margbrotnu mynd hans.“ Vésteinn Ólason. KÍNVERSK UÖÐ Sú var tíðin að arabískir bedúínar kynnt- ust heimsmenningunni eftir að hafa lagt að fótum sér veldi Sassanídanna pers- nesku og Byzans, leifar hins rómverska heimsveldis. Þá var tekið til við að snúa ritum liinna grísku heimspekinga og bók- 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.