Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 61
Afmxliskveðja til vinar ævintýralegum skrúða, „karnivaldrottningin“ með meyjum sínum og hvers- kyns fígúrur aðrar, en á undan og eftir vögnunum fara dansandi flokkar, litríkir mjög. I Havana gerist þetta aðallega á Malecón, langri breiðgötu sem liggur meðfram sjónum frá gömlu miðborginni alla leið yfir í Miramar, auð- mannahverfið gamla. Ahorfendapallar eru reistir báðum megin götunnar og hvarvetna eru söluskúrar þar sem menn kaupa bjór í risastórum ílátum úr vaxbornum pappír og ýmsar kræsingar aðrar. Þannig gengur þetta dag eftir dag og nótt eftir nótt í hálfan mánuð og lýkur með útifundi á Byltingartorg- inu 26. júlí, á þjóðhátíðardegi Kúbu, þegar minnst er árásarinnar á Moncadavirkið, sem var upphaf byltingarinnar. Karnivalið er hápunktur, en tónlistin lifir allt árið. Þegar engin hljóðfæri eru við höndina er gripið til þess sem næst er, takturinn sleginn á kassa eða borðplötur eða bara með lófunum. Trúbadúrar syngja um ástina og bylting- una, pálmatrén og sólina. Börnin dansa á götunum, á dagheimilunum, í skólunum. Fólk á öllum aldri dansar hvar sem er og hvenær sem er, tjáir sig dansandi, lifir í dansinum. III Mig minnir að fyrsta leiksýningin sem ég sá á Kúbu hafi verið Pétur Gautur. Hún fór fram í gömlu einbýlishúsi í Vedado-hverfi í Havana. Áhorfendur sátu á stólum hringinn í kringum leikarana og komust örfáir á hverja sýningu. Texti Ibsens var ekki notaður, né heldur tónlist Griegs. I staðinn notuðu leikararnir raddböndin til að mynda allskyns undarleg hljóð sem táknuðu tilfinningar persónanna, en léku þó aðallega með líkömunum, engdust sundur og saman á gólfinu. Þetta var semsé uppsetning í anda Grotowskys og vakti undarleg geðhrif: það var eins og frummaðurinn sjálfur væri að kalla aftan úr grárri forneskju og túlka með sínum meðulum kenndir og tilfinningar sem eru okkur öllum eðlislægar og innbornar. Hópurinn hafði lesið Pétur Gaut og þræddi atburðarás leikritsins að mestu leyti, en sleppti textanum. Leikstjóri þessarar sýningar var Vicente Revuelta, stofnandi og aðalleik- stjóri Teatro Estudio, sem er elsti starfandi leikhópurinn af þeim u. þ. b. 40 sem teljast til atvinnuleikhúsa á Kúbu. Vicente kom heim frá námi í París árið 1956, innblásinn af hugmyndum Jean Vilar og Stanislavsky, ákveðinn að stofna kúbanskt leikhús sem stæðist evrópskar kröfur. Kringum hann söfnuðust leikarar og leikhúsáhugamenn sem áttu það sameiginlegt að vilja berjast gegn spillingunni og ómenningunni sem voru allsráðandi á Kúbu í þá daga. Leikhús einsog við þekkjum það var varla til í landinu fram að þessum tíma — það voru settir upp spænskir söngleikir, „zarzuelas", og stundum 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.