Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 109
Maður orðanna dána, það var skylda . . . Eg hafði brennandi áhuga á þessu öllu. I þorpinu var ég sá sem kunni flestar sögur, og ég gerðist sjálfur hetjukvæðaskáld. Ég stældi sagnirnar eða samdi þær sjálfur. Ég varð þekktur fyrir þetta og kunni að notfæra mér það. Síðan hófst ég handa við að skrásetja á kerfisbundinn hátt allar sagnirnar, öll söguljóðin, og ég fór í barnaskóla í nágrannaþorpi gagngert til að læra að skrifa og til þess að geta varðveitt alla söngvana. Þér sögðuð áðan að í fœðingarþorpi yðar byggju fyrrverandi hirðingjar. Er fjölskylda yðar ein af þeim ? Fjölskylda mín kom austan að, frá Araratfjalli, hún var af kúrdískum ættum. Móðurbróðir minn var skáld gott og mikill stigamaður, hann var vel þekktur og virtur af öllum. Faðir minn var bóndi, honum hafði tekist að koma sér vel fyrir. Hann var myrtur fyrir augunum á mér, þegar ég var fjögurra og hálfs árs. Faðir minn hafði tekið dreng í fóstur tuttugu árum áður. Ég var í garðinum við moskuna að biðjast fyrir með föður mínum þegar fósturbróðir minn kom. Hann vildi fá að tala við föður minn sem rak hann í burtu og sagði: „Ekki núna, ég er að biðjast fyrir.“ Þá stakk hinn hann hnífi í öxlina, aftanfrá. Faðir minn var dáinn. Ég hef aldrei fengið að vita af hverju þetta gerðist. En eftir þetta fór ég að stama og hélt því áfram mánuðum saman. Fósturbróðir minn sat átján ár í fangelsi og var myrtur þegar hann var látinn laus. Enginn veit hver myrti hann, að minnsta kosti var það ekki fjölskylda mín . . . Fjölskyldan féll saman við dauða föður míns. Þá bófst í lífi yðar nokkuð langt skeið flökkulífs og uppreisnar? I lok barnaskólans fór ég að vinna í verksmiðju í borginni Adana. Gekk þangað, hundrað kílómetra leið. Þetta var belgísk baðmullarspunaverk- smiðja. Ég var fjórtán ára. Með vinnunni reyndi ég að sækja tíma í gagn- fræðaskóla. En ég veiktist og varð að hætta, bæði í skólanum og í verksmiðj- unni. Ég fór að vinna á sveitabæ og hófst handa við að safna þjóðlegu efni. Seinni heimsstyrjöldin var nýbyrjuð. Það var um þessar mundir sem ég komst í kynni við stjórnmál. Ég hafði hitt tyrkneska spartakista sem höfðu orðið að fara frá Þýskalandi nasistanna. Margir voru í Adana, sumum var bannað að fara út úr borginni. Ég var tekinn fastur í fyrsta sinn og sat eina viku í fangelsi fyrir áróðursstarfsemi. Síðan fór ég að keyra traktora, varð gæslumaður á hrís- grjónaekrum, ég vann við allt sem hægt er að láta sér detta í hug. Lögreglan fylgdist með mér, og strax og þeir höfðu uppgötvað hvar ég var niðurkom- inn, létu þeir reka mig úr vinnunni. Þetta voru hræðileg ár, þeir voru alltaf á hælunum á mér, ég var hundeltur. Þó ég hefði grafið mig í jörð, hefðu þeir samt komið og sótt mig. Loks sneri ég aftur til Adana og gerðist almenn- ingsskrifari, ég kom mér fyrir í niðurníddum skúr með afgreiðslulúgu, 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.