Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 95
Barnið
ég man eftir mér hefur hún verið að eiga börn. A hverju ári eignast
hún barn og í hvert skipti deyr það áður en það er mánaðargamalt.
Hún á ekki eitt einasta barn eftir af þeim sem hún hefur fætt. Það
fæðist eitt á ári og deyr undireins. Sjálf hefur hún ekki tölu á
börnunum sem hún hefur eignast. Hvernig ætti ég að geta látið hana
hafa barnið? Svo er það Huru, en hún á sjálf nógu erfitt. Barnið
hennar er með niðurgang af því að sjúga alltof heita mjólkina úr
móður sinni þegar hún kemur heim. Hún skilur það eftir hjá blindu
konunni. Hvernig getur blind kona gætt barns? Það er móðirin sem
verður að gæta barns síns.“
„Kona,“ heyrðist í frændanum, „hvað ertu að þusa. Eitruð eða
ekki, það kemur engin önnur en halta konan til greina. Við verðum
að biðja þá höltu fyrir barnið.“
„En maður,“ mótmælti kona hans, „það jafngilti því að drepa
barnið. Það væri að syndga.“
„Frænka,“ tók Ismail fram í. „Ef hún vill taka barnið, ætla ég að
þiggja það. Látum það ekki deyja úr hungri. Mikilvægast er að mér sé
ekki formælt. Sé því ætlað að deyja, þá má það að minnsta kosti ekki
deyja af matarskorti. Þvílíkt ástand. Það má að minnsta kosti ekki
deyja úr hungri að okkur ásjáandi. En því er nú verr, börn flestra
deyja.“
Drengur var sendur til að sækja þá höltu. Hún kom höktandi og
dró lamaða fótinn á eftir sér, upp — niður, upp — niður. Þetta var
lágvaxin kona, og búkurinn hallaðist svo út á aðra hliðina að það var
mildi að hún skyldi ekki velta um. Hún var í svörtum sjalvar-buxum,
svo slitnum að ef einn þráður hefði verið dreginn úr þeim, hefðu þær
vísast dottið í sundur. Mittisbandið var svo slakt að einungis breiðar
mjaðmirnar vörnuðu því að þær dyttu niður um hana. Hún var útöt-
uð ryki, hveiti og deigi. Fyrir innan rifið hálsmálið á skyrtunni sást í
hrukkótt brjóstin sem héngu niður í mitti. Andlitið var enn furðu-
legra. Augun sáust varla fyrir skítugum hárflókanum, stórir fæðing-
arblettir þöktu dökkt, skorpið andlitið.
Hún tók sér stöðu fyrir framan frændann. „Veli aga,“ sagði hún,
„þú sendir eftir mér. Hér er ég komin.“
„Telpa mín,“ sagði sá gamli, „þú sérð þetta barn. Eg sendi eftir þér
til þess að biðja þig að hugsa um það. Ismail mun láta þig hafa allt
sem hugur þinn girnist. Meira en þú óskar eftir. Meira en það. Þú
325