Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 69
Árni Óskarsson „Bettah Nevah Come“ Reggítónlistin og umhverfi hennar Jamaíka er græn og frjósöm eyja í Karíbahafinu, fyrrum nýlenda Breta er hlaut sjálfstæði árið 1962. Landið er ákaflega vanþróað í atvinnumálum. Helstu útflutningstekjur eru af báxítvinnslu, sem er í höndum bandarískra og kanadískra fyrirtækja, landbúnaði og ferðamannaþjónustu. 21 fjölskylda hefur tögl og hagldir í stærstum hluta efnahagslífsins í landinu. Stærstu fyrirtækin eru í eigu Gyðinga, hvítra manna og fólks af líbönskum, sýr- lenskum og kínverskum uppruna, en svertingjar, sem eru 80% hinna 2,2 milljóna er landið byggja, eiga nær engin ítök í þeim. Stéttaandstæður birtast í glæsilegum einbýlishúsahverfum og lúxushótelum annars vegar og hins vegar í víðfeðmum kofabyggðum fátæklinganna. Kynþáttahatur er landlægt og hefur iðulega leitt til víðtækra óeirða. Stjórnmálabaráttan minnir um sumt á skærur milli bófaflokka þar sem tveir stærstu flokkar landsins hafa á sínum snærum vopnaðar sveitir. Talið er að í kosningabar- áttunni 1980 hafi um 700 manns verið drepnir af sveitum þessum, flestir fátæklingar. Hér á eftir verður stiklað á stóru í stjórnmálaþróun á Jamaíka sl. 15 ár og fjallað um það sem eyjan hefur einkum getið sér frægð fyrir á því tímabili, reggítónlistina og þær menningarhræringar sem henni tengjast. „Lýdræóislegur sósíalismi“ Manleys Á árunum 1972 — 1980 sat Þjóðarflokkur alþýðunnar, The People’s Na- tional Party, við stjórnvölinn á Jamaíka undir forystu Michael Manleys. Manley hugðist koma á því sem hann nefndi „lýðræðislegan sósíalisma“ en umbótastefna hans rann á rassinn í miðju kafi. Manley tókst að vinna kosningarnar árið 1972 með því að skírskota til almennrar óánægju vegna vaxandi atvinnuleysis og aukins launamisréttis. Sérstaklega höfðaði hann til pólitískrar hreyfingar blökkumanna, sem orðið höfðu fyrir áhrifum frá Black Power hreyfingunni í Bandaríkjunum, og einnig til rastafari-hreyfing- arinnar svonefndu. Einkunnarorð Manleys voru úr reggílagi eftir Delroy Wilson, „Bettah Must Come“, „Bráðum kemur betri tíð“, en það urðu reyndar ekki orð að sönnu. 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.