Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 7
Arni Bergmann
Staðleysur, góðar og illar
Frá Thomasi More til Georgs Orwells
„Eg játa að margt er það í Utópíu sem ég get fremur óskað mér en vonað að
ætti sér stað í okkar borgum,“ segir Thomas More í lok hinnar frægu bókar
„Utopia“ sem út kom árið 1516.En af henni taka aðrar útópíur í
fjölmörgum bókum nafn sitt, sem er grískrar ættar og þýðir staðleysa,
staður sem ekki er.
Utópía Thomasar More ber mörg þau einkenni sem fyrr og síðar hafa
loðað við bókmenntategundina. Ofangreint tilsvar minnir á eitt það helsta:
staðleysan er tilraun til að koma skipulagi á ímyndunaraflið, búa til heillega
mynd úr draumum og vangaveltum um öðruvísi lífshætti og þjóðfélag. Hún
er ferðasaga til samfélags sem ekki er til: á dögum Thomasar More er ferðast
til fjarlægra eyja þar sem sælan býr, Utópía hins enska húmanista er land í
Nýja heiminum sem „finnst“ í tengslum við leiðangra Americo Vespucchis.
Síðar meir, þegar öll lönd voru fundin, finna menn helst útópíur með
ferðalagi fram í tímann.
„Útópía“ Thomasar lýsir fyrirmyndarþjóðfélagi þar sem allir vinna en
þurfa ekki að strita. Allir hafa nóg að brenna og bíta í sameiginlegum
matarskálum. Land og annað sem máli skiptir er í sameign, græðgi og
öfund, fátækt og auðsöfnun eru úr sögunni. Munaður er óþekktur, allir
ganga í látlausum ullarflíkum, demantar eru barnaglingur og gull er haft í
hlandkoppa. Nytsemi ræður ríkjum og verkaskipting splundrar ekki samfé-
laginu: allir kunna til búskapar og iðnar einhverrar og hafa þar að auki
góðan tíma og áhuga til að stunda fagrar listir og fræði.
Þetta sælulíf byggir á þeirri grundvallartrú allra útópista, að eðli mannsins
sé gott, trú á rétt og skynsamlegt uppeldi, sem að viðbættu afnámi séreignar-
réttar leysir flestan vanda. Séu rétt skilyrði fyrir hendi kemur það í ljós, að
mannfólkið getur og vill lifa í farsæld sem er „sönn, rétt og náttúruleg“.
„Allir eru ríkir þótt enginn eigi neitt,“ stendur þar. Ennfremur: „Þar sem er
gnótt allra hluta er engin ástæða til að ætla að maðurinn biðji um meira en
hann þarf.“2) Og þörfin er hófsöm, sem fyrr segir, því að manninum hefur
lærst að lifa náttúrlega, samkvæmt réttu eðli sínu.
Um leið og Thomas More kemur formi á gamla og nýja drauma um far-
237