Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 71
Bettab Nevah Come“
mynd Puerto Rico. Ekki hefur heldur staðið á hlýlegum viðbrögðum frá
Bandaríkjastjórn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem veitt hafa landinu
margs konar efnahagslega fyrirgreiðslu. Þrátt fyrir það er langt frá því að
Seagas hafi tekist að „láta peningana klingja í vösum“ kjósenda sinna eins og
hann lofaði fyrir kosningarnar. Verulegrar efnahagskreppu gætir enn í
landinu. I utanríkismálum hefur stjórn Seagas tekið höndum saman við
Bandaríkjastjórn og afturhaldssamar ríkisstjórnir í Karíbahafinu eins og
best sést á þátttöku Jamaíka í innrásinni á Grenada á sl. ári.
Frá mento til reggí
Tónlist hefur ætíð haft veigamiklu hlutverki að gegna á Jamaíka. Svörtu
þrælarnir sem fluttir voru frá Vestur-Afríku yfir hafið héldu við sinni eigin
afrísku tónlistarhefð með heimatilbúnum ásláttar- og blásturshljóðfærum.
Svonefnd Jonkunnu-hátíðarhöld voru haldin árlega í desember með hljóð-
færaslætti og dansi. Þau áttu rætur að rekja til vestur-afrískra uppskeruhá-
tíða. Brátt tóku að bætast við ný spor úr enskum dönsum og söngur og
trumbusláttur blandaðist þjóðlögum og drykkjusöngvum sæfara sem áttu
viðkomu í höfnum. Sömuleiðis voru teknir upp evrópskir danstaktar sem
þrælarnir heyrðu óminn af frá íburðarmiklum dansleikjum landeigendanna.
Farandverkamenn frá Jamaíka, sem fóru til Mið-Ameríku og Trinidad og
Tobago upp úr síðustu aldamótum, kynntust rúmbunni, tangóinum, sömb-
unni og fleiri dönsum hjá samverkamönnum sínum á plantekrunum, að
ógleymdri calypso-tónlistinni. Þessi áhrif sameinuðust á Jamaíka í svo-
nefndri mento-tónlist sem byggist á synkóperuðum rúmbutakti og hefur
evrópska hljómabyggingu. A millistríðsárunum voru mento-hljómsveitirn-
ar orðnar svotil einráðar í tónlistarlífi landsins.
A fimmta áratugnum fóru að berast hljómplötur til Jamaíka með suður-
amerískri sveiflu og bandarískum rhythm’n’blues, tólf takta blues með
áherslum á öðru og fjórða slagi og aukaslagi sem slegið var á píanó eða
ryþmagítar. Textarnir voru samsuða úr fornum spakmælum og málsháttum,
særingaþulum, biblíuversum, sápu- og bíóauglýsingum, fyrirsögnum
íþróttasíðnanna, uppskriftum að grasalækningum, brotum úr ræðum stjórn-
málamanna og rasta-þulum. Ekkert var útilokað ef það var skemmtilegt og
féll að hrynjandi tónlistarinnar.
Svonefnd „sound systems“ eða ferðadiskótek voru notuð til að koma
þessari nýju tónlist á framfæri. Plötusnúðar innréttuðu bíla með hljómflutn-
ingstækjum og keyrðu milli staða þar sem slegið var upp böllum. Plötu-
snúðarnir áttu það til að bæta textum frá eigin brjósti við tónlistina á
plötunum og höfðu mikil áhrif á þróun textagerðarinnar þegar fram í sótti.
301