Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 15
Staðleysur, góðar og illar unaráhrifum) og með soma. En soma er vímugjafi sem hefur „alla kosti alkóhóls og kristindóms en enga galla þeirra“7) og leyfir mönnum að fara reglulega í aukafrí frá þægilegri en atburðalausri tilveru. Þarna rekumst við ekki á grimma leynilögreglu og refsingar eru ekki strangar, þótt menn geti fallið í áliti. (Þess má geta að einn sérvitringur, dálítið misheppnað flösku- barn, á það á hættu að vera sendur í útlegð til Islands þar sem hann mun síð- ur gera ógagn en í öðrum plássum — en þar á hann líka í vændum að hitta aðra sérvitringa og þar með heimsins skásta fólk!) en í „Fögru nýju veröld“ þarf reyndar ekki strangar refsingar einfaldlega vegna þess að búið er að skilorðsbinda mjög rækilega hvern og einn, það er búið að slökkva á öllum vandræðum. Eftirlitsmaðurinn, sem þekkir alla leyndardóma „Fögru nýju veraldar" segir:8) Heimurinn er nú fastur í sessi. Fólkið er hamingjusamt, það fær það sem það vill og það vill aldrei það sem það getur ekki fengið. Mönnum líður vel, þeir búa við öryggi, þeir veikjast aldrei, þeir óttast ekki dauðann, þeir eru blessunarlega fáfróðir um ástríður og elli, feður og mæður plaga þá ekki, þeir eiga sér ekki konur eða börn eða elskhuga sem þeir bera til sterkar tilfinning- ar, þeir eru skilyrtir á þann veg að þeir geta í raun ekki hagað sér öðruvísi en þeir gera. Og ef eitthvað fer úrskeiðis — þá fá þcir soma. Löngu seinna, árið 1958, átti Aldous Huxley eftir að gefa út bókarkver til að sýna fram á það hve góður spámaður hann væri (Brave New World Revisited). Þar segir hann að þróunin hafi orðið miklu örari en hann óraði fyrir, talar um ofstjórnarhneigðir, forheimskandi áróðurstækni einræðis- ríkja og auðhringa, samþjöppun ósýnilegs valds á fáar hendur, sjónvarpið sem vímugjafa, sókn í amfetamín og kannabis. Síðan hefur margt gerst undarlegt og siðferðilegur vandi tengdur fikti við erfðastofna er kominn ofarlega á dagskrá hjá vísindamönnum. Huxley hefur ef til vill lært það af skáldsögunni „Við“ eftir Zamjatín, sem bráðum verður vikið að, hvernig framtíðin girðir af útópíuna og hinn gamla heim. í „Fögru nýju veröld“ er gamli heimurinn geymdur á „verndarsvæð- um“ þar sem lifað er frumstæðu, villtu, fátæku og grimmu lífi. Þangað fara flöskubörnin stundum til að kíkja á þá innfæddu, líkt því sem túristar nútímans leggja undir sig Nýju Gíneu, og af slíkri heimsókn spinnst söguþráðurinn í skáldsögu Huxleys. Ungur maður, ættaður úr „Fögru nýju veröld", fæðist og elst upp hjá móður sinni á indjánaverndarsvæði í Mexíkó og er tekinn þaðan í tilraunaskyni. Hann hafnar bæði soma og feelies og flýr siðmenninguna þegar hann fær ekki að upplifa sanna ást, reynir að lifa eins og „villimaður“ í yfirgefnum vita á Bretlandi. En einsemdin og frek forvitni fréttamanna og túrista sem sækja að honum á þyrlum leika hann grátt — 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.