Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
Sú með oddhvössu hökuna hélt áfram: „Tengdamóðir þín er blind.
Hvernig ætti hún að geta hugsað um barn? Er það ekki satt Huru?
Sér hún nokkuð?“
„Henni þykir svo vænt um börn,“ svaraði Huru. „Hún hreinlega
dáir þau. Hún er alveg á hjólum í kringum þau. Börn gráta aldrei hjá
henni. Komið með hrínandi barn til hennar, barn sem vill alls ekki
hætta að gráta, og það róast á augabragði. Hún hefur svo gott lag á
þeim. Og vögguvísurnar sem hún syngur!“
„Já,“ sagði Svarta Elif, „börn gráta ekki hjá henni. En ef andlit
barnsins er þakið flugum, ef mýflugur bíta það, þá sér hún það ekki.
Hún bara heyrir ef það grætur. Hvað ætli hún geti gert, sjónlaus
konan? Henni þykir vænt um börn, en hvað getur hún gert? Eg hef
heyrt að hún láti pelann í augun á barninu en ekki upp í það.“ Hún
starði á eftir Ismail. „Hvert skyldi hann nú vera að fara? Hvert ætlar
hann með barnið? Hver skyldi geta fóstrað það? Fólkið hugsar ekki
einu sinni um sín eigin börn núna um háannatímann . . .“
„Hann á móðurbróður,“ sagði Hava gamla. „Kannski hugsa þau
um það. Kannski.”
Kinnfiskasogna konan, sem var á leið til vinnandi fólksins, kallaði
um öxl til þeirra: „Eins og þar sé einhver kona sem geti fóstrað það!
Guð ætti aldrei að láta barn lifa móður sína.“
„Já, barnið hefði átt að deyja með móður sinni,“ samsinnti Hava
gamla. „Góður guð, hversvegna léstu það lifa lengur en hana?
Þarftu á einum móðurleysingja að halda til að uppfylla jörðina?
Vesalings Zala . . . Og það þegar mest er að gera. Hvað gerðir þú,
Ismail?“
Sól var í hádegisstað og sléttan var sveipuð rykskýi. Nokkuð
lengra í burtu, rétt áður en komið var að þorpinu, steig örmjó
reykjarsúla til himins. Sléttan óendanlega glóði í sólinni eins og
nýfægður koparpottur. Nýslegnir stúfar korngrasanna glitruðu. Ein-
hvers staðar brá fyrir leiftri eins og glampaði á málm kornskurðarvél-
ar. Ismail fékk einkennilegan sting í augun, líkast því að þau brynnu í
heitum svitanum. Svo tók hann eftir mórberjatré, hvítu af ryki, sem
gaf dálítinn skugga. Þangað hélt hann. Höfuð barnsins hékk út af
handlegg hans. Það hafði tognað á mjúkum, grönnum hálsinum.
Hann lagði barnið í skuggann við rætur mórberjatrésins. Síðan settist
hann sjálfur, fór úr skyrtunni, vatt hana og lagði hana frá sér á
314