Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
Eg fór upp í kerruna og ók af stað. Það spurði enginn hver ég væri,
ekki hvað þessi dána kona kæmi mér við. Ekki heldur hvert ég væri
að fara. Þau mæltu ekki orð af vörum, stóðu hreyfingarlaus og
horfðu á eftir mér.
Nú var það barnið sem ég þurfti að hugsa um. Um há-uppskeru-
tímann. Eg fór með það til þorps í grenndinni þar sem ég hafði heyrt
að væri ljóshærð kona með barn á brjósti. Eg bað hana fyrir barnið
og fór heim. Tveimur dögum seinna var það sent til baka. Hún hafði
víst sagt að hún mjólkaði ekki nóg handa sínu eigin barni. Eg get ekki
látið mitt barn deyja fyrir annarra manna börn, hafði hún sagt. — Eg
gekk á milli allra mjólkandi kvenna í nágrenninu, en allar sem tóku
barnið, skiluðu mér því aftur. Svona er komið fyrir mér, ég er
bundinn í báða skó þegar mest er að gera. Eg gef því mjólk og það vill
hana ekki, gef því snuð og það tekur það ekki, og ekki deyr það
heldur. Otrúlegt. Eg er eins og milli steins og sleggju, annarsvegar
kveinar barnið á mig, hins vegar kalla verkin. Eg er að sturlast.“
Ismail stóð upp. Hann var svo hár að höfuð hans nam við moldar-
þakið. Hann reikaði í spori, og seig niður aftur.
„Sko, nú sérðu hvernig þetta er,“ sagði hann. „Þú sem ert önnur
móðir þessa barns. Gerðu eitthvað. Það er svo mikið eftir af uppsker-
unni. Hvað á ég að taka til bragðs?“
Djennet gamla sat hreyfingarlaus og niðurlút. Eftir nokkra stund
leit hún upp. „Ismail,“ sagði hún, en þagnaði aftur. Röddin titraði,
eins og hún væri að bresta í grát.
„Hvað segirðu, frænka?“ sagði Ismail. „Segðu eitthvað.“
„Ismail,“ endurtók Djennet gamla, „loksins þegar þið voruð svo
heppin að vinna fyrir ykkur sjálf, þá lifði hún ekki að njóta þess. Það
var það sem Zala ætlaði að segja, heldurðu það ekki, Ismail? Hugs-
aðu um barnið mitt, ætlaði hún að segja.“
„Hún var alltaf að segja þetta sama,“ svaraði Ismail. „Þvílík
heppni, þvílík heppni . . . Hún var yfir sig glöð. En hún fékk ekki að
njóta þess. Hún þoldi ekki að vinna hjá öðrum, en það hafði hún
orðið að gera alla sína ævi. Nú ert þú líka móðir barnsins. Gerðu það
sem þú vilt fyrir þennan munaðarleysingja."
Stúlkan Döndu gekk til Djennet án þess að taka barnið af brjóst-
inu. Hún var kafrjóð í framan.
„Djennet frænka,“ hvíslaði hún, „þegar barnið sýgur, líður mér
322