Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar VI Við gerum þá kröfu til vísindamanna að þeir axli ábyrgðina sem því fylgir að skapa þekkingu og tækni. En þeir eiga líka sérstakrar ábyrgðar að gæta sem kennarar. Þeir kennarar sem eru færir um það eitt að veita upplýsingar og einfalda tækniþjálfun gætu vel orðið óþarfir fyrr en varir: kennsluvélar gætu leyst þá af hólmi. Hins vegar munu nemendur alltaf hafa þörf fyrir lifandi samband við kennara sem getur gert ýmislegt sem engin vél mun nokkurn tíma geta vegna þess að það er ekki einber endurtekning og verður ekki forritað. Hér verða nefnd nokkur dæmi: 1. Hæfileiki til þess að setja upplýsingar í víðara samhengi: lýsa þeim sögulegu aðstæðum og félagslegu og sálfræðilegu skilyrðum sem mótuðu þekkinguna, þeirri vísindalegu aðferð sem skóp hana, og þeirri þýðingu sem hún mun hafa fyrir rannsóknir í framtíðinni. Þetta víðara samhengi, sem kennarinn getur sett fram, lýtur ekki fyrirfram ákveðnum reglum; hægt er að byggja það upp á ýmsa vegu sem ráðast af samræðum og samskiptum kennara og nemenda hverju sinni. Það veltur því ekki einungis á þekkingu og menntun kennarans heldur einnig á áhuga nemenda. 2. Skapandi túlkun þekkingar. I stað þess að troða þekkingu í nemendur ætti kennari að leitast við að tengja hana heimspekilegri sýn á veruleikann í heild. 3. Hæfileiki til þess að vekja áhuga nemenda, víkka sjóndeildarhring þeirra og örva þá til gagnrýninnar hugsunar. Kennari má því ekki einskorða sig við tæknilegar spurningar um leiðir að viðteknum markmiðum heldur þarf hann að vekja nemendur til umhugsunar um markmiðin sjálf, kosti þeirra og galla. Fræðimaður verður að vera ákveðin manngerð til þess að geta verið far- sæll kennari; ekki bara lærður vel og menntaður heldur líka heilsteyptur persónuleiki sem vinnur að því að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. Nemendur fyrirgefa það ef skoðanirnar eru óraunsæjar eða óhóflega raun- sæjar. Það sem þeir geta ekki fyrirgefið, og það með réttu, er ósamkvæmni í hugsun, orðum og gerðum. Sá kennari sem vill vera þeirri hugsjón vaxinn sem starf hans krefst mun því ekki láta sér nægja að starfa í tiltölulega þröngum hópi menntamanna heldur lætur hann sig skipta málefni samfélagsins í heild. Þetta þarf ekki endilega að fela í sér stjórnmálaafskipti í þröngri merkingu; það getur birst í hvers konar frumkvæði um andlegar og siðferðilegar umbætur í samfélaginu sem stuðla að sköpun nýrrar menningar og hæfa betur kröfum tímans. Þátttaka í opinberum málum er mikilvægur tengiliður milli fræðilegrar 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.