Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 73
Bettah Nevah Come rækti fyrst á Jamaíka og síðar í New York. Hann stofnaði hlutafélagið Black Star Line og keypti skip sem flytja átti svertingja til Afríku. Ekkert varð þó úr þessum flutningum því að fyrirtækið fór á hausinn. A fjórða áratugnum lenti Garvey í andstöðu við lög og valdhafa á Jamaíka og varð að flýja land til Englands þar sem hann lést í útlegð árið 1940. Enda þótt fyrirætlanir Garveys kæmust aldrei í framkvæmd átti boð- skapur hans eftir að draga dilk á eftir sér. Meðal ómenntaðra lágstéttanna á Jamaíka varð til svonefnd rastafari-hreyfing, trúarhreyfing sem leit á Garvey sem spámann sinn. Að sögn rastamanna á Garvey að hafa sagt: „Lítið til Afríku þegar svartur maður tekur sér konungstign, þá nálgast tími heimferðarinnar." Arið 1930 var maður að nafni Ras Tafari krýndur konungur í Eþjópíu. Hann tók sér titilinn Haile Selassie keisari, konungur konunganna, herra herranna og Ljónið frá Júdeu. Þetta vakti mikla athygli á Jamaíka. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að keisarinn var ekki svartur heldur brúnn á hörund og í ríki hans voru enn svartir þrælar. Það sem máli skipti var að Eþjópía var ríki í Afríku, konungsríki og sjálfstætt. Myndir af keisaranum voru hengdar upp í þúsunda tali á heimilum svertingja víðs vegar um Vestur-Indíur. Ný tegund trúboða skaut upp kollinum í fátækra- hverfum Kingston og tók að boða nýtt fagnaðarerindi. Rastamennirnir litu á svertingja sem fluttir höfðu verið nauðungarflutningum frá Afríku sem hina eiginlegu Gyðinga og var þeim ætlað að yfirgefa „Babylon" — en svo nefndu rastamenn kapítalísk þjóðfélög Vesturlanda — og hverfa aftur til fyrirheitna landsins. Þeir fundu kenningunni stoð í biblíunni og innrás Mússólínis inn í Eþjópíu árið 1935 var túlkuð í samræmi við hana. Stofnaðir voru hópar sem lifðu eftir kenningum rastafarismans. Þeir sneru baki við þjóðfélaginu enda litu þeir ekki á sig sem Jamaíkana heldur Eþjópíumenn. Þeir boðuðu einhvers konar afturhvarf til náttúrunnar, hættu að þvo sér, létu hár sitt vaxa og ræktuðu og neyttu „ganja", þ. e. maríjúana, sem hafði beinu trúarlegu hlutverki að gegna. Ekki var karlveldið dregið í efa í þessum trúarbrögðum og rastamenn yfirleitt á móti hvers konar kvenfrelsishug- myndum. Með rastafari-trúarbrögðunum höfðu hinir útskúfuðu fundið sér eins konar sjálfsréttlætingarheimspeki sem um leið setti þá upp á kant við samfélagið. Hún bauð í raun ekki upp á neinar pólitískar lausnir en átti stóran þátt í að breyta sjálfsvitund svertingja. Boðskapur Bob Marleys Trúlega hefur enginn einstaklingur átt stærri þátt í að útbreiða rastafari- trúna meðal svertingja víðs vegar á Vesturlöndum en Bob Marley. Hann varð stórstjarna á heimsmælikvarða upp úr 1973 en hafði þá þegar starfað 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.