Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 73
Bettah Nevah Come
rækti fyrst á Jamaíka og síðar í New York. Hann stofnaði hlutafélagið Black
Star Line og keypti skip sem flytja átti svertingja til Afríku. Ekkert varð þó
úr þessum flutningum því að fyrirtækið fór á hausinn. A fjórða áratugnum
lenti Garvey í andstöðu við lög og valdhafa á Jamaíka og varð að flýja land
til Englands þar sem hann lést í útlegð árið 1940.
Enda þótt fyrirætlanir Garveys kæmust aldrei í framkvæmd átti boð-
skapur hans eftir að draga dilk á eftir sér. Meðal ómenntaðra lágstéttanna á
Jamaíka varð til svonefnd rastafari-hreyfing, trúarhreyfing sem leit á
Garvey sem spámann sinn. Að sögn rastamanna á Garvey að hafa sagt:
„Lítið til Afríku þegar svartur maður tekur sér konungstign, þá nálgast tími
heimferðarinnar." Arið 1930 var maður að nafni Ras Tafari krýndur
konungur í Eþjópíu. Hann tók sér titilinn Haile Selassie keisari, konungur
konunganna, herra herranna og Ljónið frá Júdeu. Þetta vakti mikla athygli á
Jamaíka. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að keisarinn var ekki svartur
heldur brúnn á hörund og í ríki hans voru enn svartir þrælar. Það sem máli
skipti var að Eþjópía var ríki í Afríku, konungsríki og sjálfstætt. Myndir af
keisaranum voru hengdar upp í þúsunda tali á heimilum svertingja víðs
vegar um Vestur-Indíur. Ný tegund trúboða skaut upp kollinum í fátækra-
hverfum Kingston og tók að boða nýtt fagnaðarerindi. Rastamennirnir litu
á svertingja sem fluttir höfðu verið nauðungarflutningum frá Afríku sem
hina eiginlegu Gyðinga og var þeim ætlað að yfirgefa „Babylon" — en svo
nefndu rastamenn kapítalísk þjóðfélög Vesturlanda — og hverfa aftur til
fyrirheitna landsins. Þeir fundu kenningunni stoð í biblíunni og innrás
Mússólínis inn í Eþjópíu árið 1935 var túlkuð í samræmi við hana. Stofnaðir
voru hópar sem lifðu eftir kenningum rastafarismans. Þeir sneru baki við
þjóðfélaginu enda litu þeir ekki á sig sem Jamaíkana heldur Eþjópíumenn.
Þeir boðuðu einhvers konar afturhvarf til náttúrunnar, hættu að þvo sér,
létu hár sitt vaxa og ræktuðu og neyttu „ganja", þ. e. maríjúana, sem hafði
beinu trúarlegu hlutverki að gegna. Ekki var karlveldið dregið í efa í þessum
trúarbrögðum og rastamenn yfirleitt á móti hvers konar kvenfrelsishug-
myndum. Með rastafari-trúarbrögðunum höfðu hinir útskúfuðu fundið sér
eins konar sjálfsréttlætingarheimspeki sem um leið setti þá upp á kant við
samfélagið. Hún bauð í raun ekki upp á neinar pólitískar lausnir en átti
stóran þátt í að breyta sjálfsvitund svertingja.
Boðskapur Bob Marleys
Trúlega hefur enginn einstaklingur átt stærri þátt í að útbreiða rastafari-
trúna meðal svertingja víðs vegar á Vesturlöndum en Bob Marley. Hann
varð stórstjarna á heimsmælikvarða upp úr 1973 en hafði þá þegar starfað
303