Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 35
Draumur um betri tíma
Tímaskyn íslendinga
í maí munar litlu að komi til handalögmála: „Hinn 26.
gengu aftur tveir menn burtu og hinn 28. hurfu allir
handlangararnir úr vinnunni um hádegisleytið og
skildu mig eftir einan. En þeim bar að sinna verkum
sínum og ekki hlaupa úr þeim hvenær sem þeim sýnd-
ist, svo að ég fór til eftirlitsmannsins og kvartaði undan
þessu, en var svarað með þeim argvítugustu og svívirði-
legustu orðum. Og ekki nóg með það, því þegar mið-
degishléið var liðið komu verkamennirnir aftur og
umkringdu mig og ætluðu að lumbra á mér, af því að ég
vildi banna þeim að stökkva úr vinnunni þegar þá lysti.
En ég lét mér ekki bregða, heldur sagði þeim tæpi-
tungulaust að þeir skyldu og yrðu að vinna meðan ég
ynni, og þá var hólmgöngunni lokið að sinni, sem
betur fór, því þetta hefði vel getað endað með ósköp-
um. Byggingareftirlitsmaðurinn hefði getað skakkað
leikinn, en hann bara gægðist út um gluggana og hló.“
(Ummæli Sabinskys, þess er umsjón hafði með byggingu
Hóladómkirkju (1759). Steinhúsin gömlu á íslandi. (1978,
bls. 41). Höfundur Helge Finsen, þýðandi Kristján Eldjárn.
Gell dæmi frá Nýju Guineu: „Á göngu minni milli sveitaþorpanna með
ungum fylgdarmanni mínum tók ég eftir því að við komumst nokkuð hægt
yfir, og ég sagði að við næðum varla í áfangastað fyrir myrkur . . . Hann
róaði mig með því að segja að hefðum við gengið hraðar hefði sólin líka
farið hraðar yfir himininn, en ef við héldum okkar hægagangi mundi sólin
gera það líka.“ Þetta er tímaskyn sprottið af innsæi: hraði tímans breytist
eftir því hvað fólk tekur sér mikið fyrir hendur.
Afríski trúarbragðafræðingurinn Mbiti hefur orðað þetta svona: Evrópu-
265