Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 107
Barnið Höfuð barnsins hvíldi á hægri handlegg hans. Innfallin augu þess voru eins og tvö svört göt. Hálsinn var svo magur að hann gat með engu móti haldið höfðinu uppi. Húðin, hrukkótt og dökk, var eins og strekkt yfir beinin. Neðri kjálkinn slapti niður og varirnar voru innfallnar, flugur sveimuðu út og inn um opinn munninn. Ismail laut niður að barninu. Hann hafði ekki af því augun á göngunni. Þórhildur Ólafsdóttir þýddi Yashar Kemal er án efa þekktasti núlifandi skáldsagnahöfundur á tyrknesku. Hann fæddist í litlu þorpi í Suður-Tyrklandi árið 1923. Foreldrar hans voru af kúrdaættum og höfðu flust þangað frá Austur-Tyrklandi. Skáldferill Kemals hófst strax í æsku þegar hann byrjaði að yrkja og syngja kvæði að hætti flökkusöngvara Anatólíu, sem ferðast um með hljóðfæri sitt (saz) og syngja um raunir manna og misréttið í þjóðfélaginu. Þessi iðja varð til að hann ákvað að læra að lesa og skrifa til þess að geta fest söngva sína á blað. Skólagangan varð þó endaslepp vegna veikinda og fátæktar, og Kemal varð brátt að vinna fyrir sér. Framan af stundaði hann ýmis verkamanna- störf, bæði í verksmiðjum og við landbúnað, um tíma var hann almenningsskrifari, en svo eru þeir nefndir sem skrifa bréf gegn þóknun fyrir þá sem eru ólæsir og óskrifandi. Um nokkurra ára skeið var hann grunaður um áróðursstarfsemi, og hafður undir stöðugu lögreglueftirliti, jafnvel hnepptur í fangelsi. Honum voru þó loks gefnar upp sakir, og þá fluttist hann til Istanbul, nánar tiltekið árið 1950, og gerðist blaðamaður við dagblaðið Cumhuriyet (Lýðveldið). Þá hófst hinn eiginlegi rithöfundarferill hans, hann ferðaðist víðs vegar um Tyrkland og tók viðtöl við sveitafólk sem síðan voru birt í blaðinu. Fyrsta bók Kemals kom út á prenti árið 1952 og var smásagnasafn, sagan Barnið er tekin úr því. Hann fór svo að skrifa skáldsögur og hlaut landsfrægð fyrir þá fyrstu, Mehmet mjóa (Ince Mehmet), en hún birtist fyrst sem neðanmálssaga í Cumhuriyet og kom út í bókarformi árið 1955. Söguhetjan er fátækur unglingur sem rís upp gegn óréttlæti, fátækt og kúgun, gerist stigamaður og rænir hina ríku til hjálpar þeim bágstöddu. Hróður Kemals sem rithöfundar hefur aukist jafnt og þétt með hverri nýrri skáldsögu og þær eru nú orðnar um þrjátíu talsins. Kunnust fyrir utan Mehmet mjóa er sagnaröðin Handan fjallanna (Dagin öte Yiizii) en hún skiptist í þrjár bækur: Bústólpinn (Ortadirek), Járnjörð, koparhiminn (Yer demir, gök bakir) og Grasið sem ekki deyr (Ölmez otu). Aðalyrkisefni Kemals er líf bændafólks á Tjúkúróva- sléttunni í Suður-Tyrklandi, samskipti þess við náttúruna, eymdin og áþjánin sem það á við að búa. Hann lýsir lífsskilyrðum þess tæpitungulaust og leiðir lesandann inn í heim þar sem sérstök menning ríkir, með siðum sínum og aldagömlum hefðum. Yashar Kemal hefur tekist með afbrigðum vel að ná málfari þessa fólks, einkenni þess eru stuttar, hnitmiðaðar, síendurteknar setningar og málshættir. Sögur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hann hefur hlotið verðlaun fyrir þær víða um heim. (Þýð.) 337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.