Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 121
unnar þessa örlagadaga þegar lífið kenn-
ir henni umburðarlyndi gagnvart ein-
staklingnum og að sjá sjálfa sig í réttu
hlutfalli við aðra.
Sagan endar eins og hún hófst á því að
afi er að svæfa krakkaskarann. Þrátt
fyrir þær hastarlegu andstæður sem
sagan hefur dregið upp er til tryggur
staður í veröldinni og Heiða er búin að
finna hann.
Umsagnir um bœkur
við útgerðina lamdi sjórinn varn-
argarðinn, svo að brimið hreyttist
upp á götu. Islenski fáninn barði
miðjar fánastengurnar, sem fólk-
ið hafði sett upp hjá sér þegar
Island varð sjálfstætt ríki, og
stengurnar hrukku til undan
höggunum. Ofan úr blýgráum
himninum steyptu mávarnir sér
gargandi í leit að æti. (102)
Abferb
Sagan er sögð í þriðju persónu, þótt
Heiða sé aðalpersóna, og sögumaður,
hugsanir hans og skoðanir, eru alltaf
nærri. Hann horfir með eftirsjá og nokk-
urri beiskju yfir þetta horfna svið, enda
er hann að afhjúpa goðsögnina um hina
átakalausu bernsku. Þó er sagan mjög
skemmtileg, bæði í stíl og stökum efnis-
atriðum. Kannski er það einmitt þessi
blanda af söknuði, sárindum og fyndni
sem gefur sögunni sinn sérkennilega
svip.
Framan af er frásögnin ekki mjög
myndræn, meira bein frásögn með stutt-
um orðaskiptum eins og Guðrún notar
mikið í fyrri bókum sínum. Þó er þessi
saga strax dramatískari en þær. En þegar
þungi frásagnarinnar eykst í seinni hluta
bókarinnar verður hún jafnframt mynd-
rænni. Til dæmis fær lesandinn enga
mynd í texta af herberginu þar sem öll
börnin sofa í upphafi, og raunar hefði
meistara Þórbergi fundist öll lýsing á
afahúsi óþægilega ónákvæm (hvað eru
mörg herbergi uppi? sofa mamma og
pabbi inni hjá krökkunum?). Hins vegar
má taka upphaf lokakaflans með ljóð-
rænni myndvísi sinni:
Bærinn þeirra kúrði í hnipri fyrir
fjarðarbotninum eins og hann
hefði orðið fyrir höggi. Vestan
Sama er að segja um lýsingar á tilfinn-
ingum, þær verða dýpri og flóknari þeg-
ar líður á söguna, og það kemur vel heim
við boðskapinn sem er ekki síst sá að
ekkert sé eins einfalt og okkur virðist.
Sögumaður lýsir tilfinningum án þess að
skýra þær, enda eru þær stundum svo
mótsagnakenndar að engin leið er jafn-
vel fyrir fullorðinn lesanda að setja á þær
merkimiða. Til dæmis má benda á
kenndirnar sem vakna með Heiðu þegar
hún horfir á litla bróður sinn í handar-
krika mömmu (bls. 57). Oft er gengið
mjög nærri Heiðu og tilfinningasveiflum
hennar lýst af dirfsku þótt öguð sé. Þetta
er í samræmi við þá þróun sem barna-
bókmenntir okkar hafa verið að taka
undanfarin ár, höfundar þeirra hafa orð-
ið óragari við að lifa sorg og gleði með
persónum sínum. Ekki á þetta síst við
bækur þar sem gera má ráð fyrir að
höfundar vinni úr eigin bernsku, til
dæmis Grösin í glugghúsinu eftir
Hreiðar Stefánsson, Mömmustrák eftir
Guðna Kolbeinsson og Lambadreng eft-
ir Pál H. Jónsson.
Að líkindum notfærir Guðrún sér líka
ýmislegt úr eigin bernsku í þessari bók,
atriði sem hún hefur jafnvel notað áður í
bókum sínum, eins og stórfjölskylduna í
I afahúsi, en eiga betur við hér enda
vandlegar unnið úr þeim. Þó er það ekki
hugsanlegur skyldleiki Guðrúnar og
351