Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 103
Barnið
irnir voru úr reyr og óþéttir, stráþakið var orðið svo gisið að
sólargeislarnir náðu að skína í gegn.
Blinda konan sat rétt við dyrnar og sneri andlitinu í sólina. Hún
hreyfði vögguna rólega um leið og hún raulaði lágt.
„Sussu, sussu bía . . . Móðurleysingjar gráta alltaf svona og geta
ekki hætt. Sussu, sussu bía. O, ég er eitthvað svo undarleg . . . Ætli
það sé ekki komið að því? Svona, svona . . . A hverjum degi sem guð
hefur gefið síðan Mahmud minn fór, fæ ég kölduflog. Svona, vesaling-
ur, svona . . . Eg skelf og skelf öllsömul og verð alveg máttlaus . . .
Sussu rósin mín, svona fallega fjallablómið mitt, gráttu ekki. Æ, ef
Mahmud minn væri bara hér, hefði ég þá nokkurn tímann látið barn-
ið hennar Zölu kveljast og fara frá einum til annars? Svona, svona.“
Hún sleppti hendinni af vöggunni. „Hvorum megin Ismail? Hvort
þeirra er Zölu barn?“ Ismail tók hönd hennar og lagði hana ofan á
barnið. Blinda konan fór höndum um andlit barnsins, mjúklega eins
og hún væri að strjúka því.
„Æjá,“ sagði hún, „æjá móðurleysinginn. Það er ekkert nema
skinnið og beinin. Huru er búin að ná saman uppskerunni. Nú er
hún sennilega að reyta illgresið úr baðmullarplöntunum okkar.
Sussu, sussu . . . Bara skinnið og beinin!“
Um sólarlag kom Huru heim. Um leið og hún kom inn, sá hún
hvernig ástatt var. Oðrum megin lá blinda konan skjálfandi og
stynjandi. Kölduflogin komu á hverjum degi um fimmleytið. Ismail
sat við höfðalagið á vöggunni og ruggaði henni rólega.
Huru leit út fyrir að vera um tvítugt. Andlit hennar var nærri svart
af sólbruna. „Ismail bróðir,“ sagði hún, „hvað get ég eiginlega sagt?
Hvað get ég sagt við þig? Hjarta mitt brestur þegar ég sé þig, en hvað
get ég eiginlega sagt? Þú sást til mín, ég mjólkaði úr mér á jörðina;
brjóst mín eru þrútin frá morgni til kvölds, en ég get ekki gefið
barninu mínu svo ég mjólka mig á jörðina. Hvað get ég sagt við þig,
Ismail bróðir? Hvað get ég eiginlega sagt? Bara ef Mahmud væri
hér . . .“
„Systir“, sagði Ismail, „Huru systir, allt sem þú biður um skal ég
færa þér. Ég skal þreskja fyrir þig þegar ég er búinn að þreskja fyrir
mig. Þú ert síðasta von mín.“
„Móðir,“ sagði Huru. „Hverju svarar þú? Hvað get ég gert, hvað
get ég sagt?“
333