Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 45
Sidfrœði gagnrýninna félagsvísinda
hæfileika til þess að láta hið hlutstæða og hið óhlutstæða virka saman, er
lýðræðislegur og getur þótt vænt um aðra.1 Það sem aftur á móti einkennir
geðsjúklinga er upplausn persónuleikans, þótt lífsstarfsemin geti verið í
tiltölulega stöðugu jafnvægi. Þessi aðferð gerir mannúðarsálfræðingum
kleift að umorða spurninguna „Hver œttu verðmæti manneskjunnar að
vera?“ og spyrja í staðinn: „Hver eru verðmæti heilbrigðrar manneskju?“
Þetta þrennt, hin sögulega, heimspekilega og sálfræðilega niðurstaða,
gerir okkur kleift að fjalla á skynsamlegan hátt um sammannlegan grundvöll
gagnrýninna félagsvísinda.
Af þessum almennu hugleiðingum getum við dregið þá niðurstöðu að
félagsvísindamaðurinn eigi a. m. k. þriggja kosta völ: a) að vera málpípa
hins opinbera hugmyndakerfis í tilteknu þjóðfélagi; b) að reyna að stunda
rannsóknir sem stjórnast eingöngu af þekkingarfræðilegum viðmiðunum og
ýta öllum siðferðilegum lögmálum, eða efnahagslegum, pólitískum og
menningarlegum hugsjónum, til hliðar; c) að leggja stund á gagnrýna
fræðimennsku með hliðsjón af sammannlegum verðmætum.
Það er ekki erfitt að útskýra af hverju margir félagsvísindamenn kjósa
hlutverk málpípunnar. I besta falli geta þeir átt samleið með hinni ofúnberu
hugmyndafræði, átt sér sömu hugsjónir og markmið og ráðandi öfl. I versta
falli gerast þeir taglhnýtingar vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því hvað
þeir fá að launum: feita stöðu fyrir fylgispekt, útskúfun fyrir óhlýðni. En
hvert svo sem tilefnið er þá komast þeir fræðimenn, sem ákveða að laga
vinnu sína að hugmyndafræðilegum kröfum, ekki hjá því að skrumskæla
reglur vísindalegrar aðferðar sem vilja vera sannleikanum samkvæmar og
hafa almennt, hlutlægt gildi. Öll hugmyndafræði er hins vegar fölsk réttlæt-
ing sem ber yfirbragð skynseminnar; þar eð hún þjónar afmörkuðum sér-
hagsmunum þá gefur hún óhjákvæmilega villandi mynd af félagslegum
tengslum undir yfirskyni vísindalegs sannleika.
Þeir fræðimenn sem krefjast siðferðilegs og hugmyndafræðilegs hlutleysis
geta forðast verstu misbeitinguna. Þessi afstaða birtist í mörgum og ólíkum
myndum. Við blasir að það er mikill munur á afstöðu þess fræðimanns sem
leitar hælis í öryggi hreinna vísinda en hafnar á laun hinu opinbera verð-
mætamati í þjóðfélagi kúgunar og annars sem lítur á sig sem eiganda
tiltekinnar vöru, þekkingar og tækni, og er til reiðu hverjum þeim sem vill
greiða það verð sem upp er sett. Eða berið saman vonsvikinn uppgjafa upp-
reisnarsegg, sem hefur sannfærst um að öll siðferðileg afstaða sé merkingar-
laus, og handbendi ríkisstjórnar eða fyrirtækis sem er stoltur af félagslegu
hlutverki sínu og leitast við að skapa „jákvæða" þekkingu í þeim verkefnum
sem ríkið felur honum. Loks mætti nefna þá manngerð sem Berthold Brecht
lýsir í Hugsuðinum. Eins og önnur persóna Brechts, Fræðimaðurinn, vill
275