Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
búar hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að fólk sói tímanum með
því að sitja aðgerðarlaust. Ef fólk gerir ekki neitt framleiðir það enga
atburði, ekkert sem sýnir hreyfingu, engan „tíma“. Fyrir því líður enginn
tími meðan það hefst ekkert að. Hann stöðvast og fólk hefur ekkert undir
höndum sem það getur sóað. Það er þetta sem gerir erfitt að halda vinnuaga
í verksmiðjum í þróunarlöndunum: hvernig á að gera afrískum verka-
mönnum skiljanlegt að þeir eigi að framleiða meira á hverja tímaeiningu eða
að það sé tímasóun að slaka á hraðanum? Þegar Evrópumenn voru að taka
upp verksmiðjuiðnað tók það aldir að sannfæra fólk um að það væri hægt að
leggja þess konar mat á vinnu.
Leikur og fegurð
Hjá fólki sem hugsar „frumstætt" eða lifir mjög eindregið í samtímanum er
lífið ekki fyrst og fremst skref áfram. Því er ekki stýrt af markmiðum og
tækjum. I staðinn verða verk fólks að vissu leyti stefnulaus, það skiptir ekki
máli hvort þau stefna að einhverju ákveðnu marki, hvað þá hvort þau gera
það með lágmarkskostnaði. Hvers vegna skyldi maður til dæmis flýta sér að
komast að niðurstöðu ef maður kann að meta fallega orðaðar málalengingar,
kurteislegar og snjallar?
A Balí, segir Clifford Geertz, er fólk sem „kvarnar í sundur straum
tímans í ósamfellda, hreyfingarlausa mola sem skortir alla vídd“, í eyjar af
„algerri nútíð“. Það er eins og atburðirnir „komi í ljós, hverfi, komi í ljós
aftur — hver fyrir sig og sjálfum sér nógur. Starfsemi í þessu þjóðfélagi er
sett saman af aðskildum atriðum, þau stefna ekki að neinni ákvörðun, leita
ekki að neinni lausn. Tíminn er eins og punktur í laginu. Þannig er lífið
líka.“
I lífi Balíbúa er lítið lagt upp úr því að stefna að markmiðum og beita
tækjum til þess. I staðinn kemur eins konar „leikandi leiklist“ (alvarlegur
leikur að vísu og þjálfuð leiklist) — öll tilveran er gerð að fagurri list. „Fæstir
Balíbúar hafa nokkurn áhuga á að auka eignir sínar sífellt, og þeir fáu sem
hafa hann verða annað hvort óvinsælir eða eru bara álitnir sérvitringar,“
segir Gregory Bateson. I staðinn fyrir slík markmið, slíka stefnu að
framtíðartakmörkum, finnum við oftast „fullnægju í hverju verki um leið og
það er innt af hendi, ef það er rétt og fallega unnið“.
Möguleikar
Allt er þetta gott og blessað. Það sýnir okkur í verki hugmyndina um líf
frelsað undan oki tímans. Það sýnir okkur möguleikann á að lifa á annan
266