Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 115
Maður orðanna
maður fær af öðrum, ákaflega smitandi veiki. En einkenni mitt er fyrst og
fremst gleðin, aðdáunin á umheiminum.
Allar btekur yðar, að minnsta kosti þœr sem eru þýddar áfrönsku, gerast í
litlum heimi, alltaf þeim sama, á Tjúkúróvasléttunni. En samt, fyrir frásagn-
arkraft yðar, umbreytist þetta samfélag og öðlast anda alheimsins, þannig að
það gæti verið hvar sem er í heiminum . . .
Þegar ég var ungur sagði ég að það væri enginn maður til sem ekki væri
hægt að fyrirgefa. Það er alltaf hægt að finna ástæður til að fyrirgefa, ef
maður kann að setja sig í spor annarra. Starf rithöfundar er að kunna að
samsama sig öðrum. Og það er einmitt þegar maður kafar djúpt í sjálfan sig
sem maður getur séð í djúp annarra. Hin miklu klassísku verk bókmennt-
anna eru vegamót þar sem mennirnir mætast. Cervantes skrifaði um Don
Kíkóta, en hversu margir Don Kíkótar voru ekki til á undan Cervantes? Og
bak við Hamlet Shakespeares, eru þar ekki ótal margir Hamletar búnir til af
alþýðunni? Það er þetta sem skýrir hvers vegna þeir höfða til fólks hvar sem
er í heiminum. Sjálfur var ég fyrstur til að undrast alþjóðlegar vinsældir
Mehmets mjóa. Eg hélt í þá daga að það væri óskapleg hindrun að skrifa á
tyrknesku. Hvers vegna varð bókin svona vinsæl? Af því á undan Mehmet
mjóa eru komnar tvær kynslóðir af Mehmetum, og af góðhjörtuðum
stigamönnum eins og Syni blinda mannsins, margar aldir af munnmæla-
sögum. Kraftur frásagnarinnar felst í því að kunna að setja sig í spor
annarra, kunna að tala fyrir aðra. Hómer er ekki Hektor, en hann setur sig í
spor Hektors, hann er ekki Akkilles en talar og grætur eins og Akkilles . . .
Hvað eruð þér með á prjónunum ?
Ég er búinn að uppgötva heim fiskimannanna í Istanbul. I bók um þá segi
ég frá dauða starfsgreinar og borgar. En ég hef margar aðrar skáldsögur í
huga, eins og söguna um ána sem ég var að minnast á áðan. En ég get ekki
skrifað hana. Hún gengur mér úr greipum. Eða þá að ég geymi hana innst
inni í sjálfum mér vegna afbrýðisemi. Eg er nefnilega mjög afbrýðisamur.
Það sem mér finnst vænst um, það geymi ég fyrir sjálfan mig.
Þórhildur Ólafsdóttir þýddi
345