Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 37
Draumur um betri tíma
hátt en við gerum. Kannski getum við einhvern tíma, þegar nóg verður til af
öllu, þegar öll framleiðsla verður orðin sjálfvirk og vinnutíminn miklu
styttri en nú, losað okkur við þennan meinlætafulla dugnað og gert út af við
tímann?
A þessari tillögu er einn galli. Ef hinn „lifaði tími“ er ekkert annað en
atburðir sem við höfum reynt, þá er ekkert rúm fyrir framtíð. Því að
atburðirnir sem ættu að mynda framtíðina hafa ekki átt sér stað.
Þetta þýðir ekki að fólk með annars konar tímaskyn geti ekki hugsað
fram í tímann. En það sem það hugsar er framhald þess sem er nú. Það hefur
engan innihaldslausan tíma sem teygir sig áfram og er eins og óskrifað blað
eða víðátta full af ónotuðum möguleikum, þar sem maður getur hugsað sér
eitthvað sem aldrei hefur verið áður. Þetta fólk hugsar sér fremur það sem er
framundan: það veit hvað það þarf að búa sig undir (vorharðindi til dæmis),
það hefur reynslu af hvað getur komið fyrir (hallæri). En það hefur enga
framtíð sem er opin fyrir hverju sem er, öllu sem maður getur ímyndað sér.
Mannfræðingurinn Pierre Bourdieu segir frá andstöðunni sem ríkisstjórn
Alsír mætti þegar hún hófst handa um að stöðva uppblástur með skógrækt.
Aform hennar áttu að bæta uppskeruna á komandi árum, en í bili gerðu þau
ekki annað en skerða beitilandið. Ávinningurinn var fólginn í alveg nýjum
efnahagsaðstæðum sem eingöngu var hægt að ímynda sér. Það var engin leið
að koma auga á hann nema maður ætti í hugarheimi sínum tóma framtíð,
óhlutstæða, fjarverandi í nútíðinni. Það kom líka í ljós að sveitafólkið
hafnaði yfirleitt áformum stjórnarinnar. En um leið og frönsku innflytjend-
urnir höfðu tekið að nota sér tilboð ríkisins um trjáplöntun var ávinningur-
inn orðinn sýnilegur — hann var kominn inn í nútíðina. Þá fyrst fengu
alsírsku bændurnir áhuga á áætluninni, því að nú var hægt að leiða ágóða-
vonina af raunverulegum aðstæðum. Hún var orðin eitthvað sem varfram-
undan, hluti af „lifuðum tíma“.
Þannig gefur línulaga tíminn okkur nokkurt frelsi. Hann skapar okkur
skilyrði til þess að gera umbætur og láta okkur dreyma um betri tíð, til að
gera áform um framtíðina. Þeir sem eru dæmdir til að lifa í nútímanum hafa
aftur á móti afar takmarkaða möguleika til að móta framtíð sína.
Þannig er bæði frelsi og kúgun í öllum gerðum tímaskynjunar, línu, hring
og punkti. Stöndum við þá frammi fyrir óleysanlegum vanda? Eða getum
við fundið leið til að blanda saman lífsnautn nútímans og sögulegu hug-
myndaflugi um framtíðina — „listinni að lifa“ og „list hins (ó) mögulega"?
Gunnar Karlsson þýddi
Anders Johansen er norskur mannfræðingur. Greinin hér birtist í norska tímaritinu
Samtiden, 3. hefti 1982, undir nafninu Utopien om nitid.
267