Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
Hann lagði af stað þangað, og fann Huru rúmliggjandi, náföla og
kinnfiskasogna. „Systir," sagði Ismail feimnislega, „ég samhryggist
þér. Megi hún hvíla í friði. Hún fékk ekki að sjá ljós þessa heims.
Megi gröf hennar fyllast af ljósi.“
„Hún er dáin,“ svaraði Huru með titrandi röddu eins og hún
ætlaði að bresta í grát. „Hún dó fyrir tveimur dögum. Henni þótti
svo vænt um börnin, vesalingnum. Hún söng vögguvísur svo fallega
að enginn var ósnortinn. Vögguvísurnar hennar gátu flutt til fjöll og
steina.“
„Megi gröf hennar fyllast af ljósi,“ sagði Ismail, „hún sá aldrei ljós
þessa heims.“
„Við eigum ekkert skýli, bróðir,“ sagði Huru kvartandi röddu.
„Flugurnar sveimuðu allt í kringum hana á jörðinni. Það er sagt að
hún hafi dáið vegna þess. Vögguvísurnar sem hún söng töluðu beint
til hjartans, þegar hún söng var eins og hjartað í manni bráðnaði og
færðist upp í hálsinn. Vögguvísurnar hennar snertu mann svo djúpt.“
Hún sneri höfðinu til veggjar.
„Eg er sjóðheit, bróðir. Eg er með bullandi hita. Alveg log-
andi . . .“
Ismail horfði lengi á hana. Síðan sagði hann: „Systir, ég kom með
þetta.“ Hann lét sykurpokann frá sér við höfðalag hennar.
I vöggunni sváfu börnin vært. Hann tók barnið sitt úr vöggunni og
gekk til dyranna. I gættinni sneri hann sér við.
„Systir,“ sagði hann. „Huru systir, hafðu engar áhyggjur af upp-
skerunni þinni. Eg skal þreskja fyrir þig. Kvíddu engu vegna upp-
skerunnar. Eg sé um hana. Þó að ég taki barnið þarftu ekki að . . .“
Skuggi af skýi leið yfir þjóðveginn þakinn ryki. Langt í suðri, yfir
Miðjarðarhafi, höfðu hrannast upp skýjabólstrar, þessi sem eru kall-
aðir segl. Eins langt og augað eygði teygði sléttan úr sér, bláleit og
flöt eins og ládauður sjór. I austri sáust dökkir skuggar fjarlægra
blárra fjallanna sem umkringdu sléttuna.
Rykið þyrlaðist um Ismail upp í mitti. A vinstri hönd lá grænn
hrísgrjónaakur upp að þorpinu. Þungan ýlduþef lagði fyrir vit Isma-
ils. I skurðinum við vegarbrúnina gáraði vindurinn rjómakennda
rykskánina á fúlu vatninu.
336