Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 106
Tímarit Máls og menningar Hann lagði af stað þangað, og fann Huru rúmliggjandi, náföla og kinnfiskasogna. „Systir," sagði Ismail feimnislega, „ég samhryggist þér. Megi hún hvíla í friði. Hún fékk ekki að sjá ljós þessa heims. Megi gröf hennar fyllast af ljósi.“ „Hún er dáin,“ svaraði Huru með titrandi röddu eins og hún ætlaði að bresta í grát. „Hún dó fyrir tveimur dögum. Henni þótti svo vænt um börnin, vesalingnum. Hún söng vögguvísur svo fallega að enginn var ósnortinn. Vögguvísurnar hennar gátu flutt til fjöll og steina.“ „Megi gröf hennar fyllast af ljósi,“ sagði Ismail, „hún sá aldrei ljós þessa heims.“ „Við eigum ekkert skýli, bróðir,“ sagði Huru kvartandi röddu. „Flugurnar sveimuðu allt í kringum hana á jörðinni. Það er sagt að hún hafi dáið vegna þess. Vögguvísurnar sem hún söng töluðu beint til hjartans, þegar hún söng var eins og hjartað í manni bráðnaði og færðist upp í hálsinn. Vögguvísurnar hennar snertu mann svo djúpt.“ Hún sneri höfðinu til veggjar. „Eg er sjóðheit, bróðir. Eg er með bullandi hita. Alveg log- andi . . .“ Ismail horfði lengi á hana. Síðan sagði hann: „Systir, ég kom með þetta.“ Hann lét sykurpokann frá sér við höfðalag hennar. I vöggunni sváfu börnin vært. Hann tók barnið sitt úr vöggunni og gekk til dyranna. I gættinni sneri hann sér við. „Systir,“ sagði hann. „Huru systir, hafðu engar áhyggjur af upp- skerunni þinni. Eg skal þreskja fyrir þig. Kvíddu engu vegna upp- skerunnar. Eg sé um hana. Þó að ég taki barnið þarftu ekki að . . .“ Skuggi af skýi leið yfir þjóðveginn þakinn ryki. Langt í suðri, yfir Miðjarðarhafi, höfðu hrannast upp skýjabólstrar, þessi sem eru kall- aðir segl. Eins langt og augað eygði teygði sléttan úr sér, bláleit og flöt eins og ládauður sjór. I austri sáust dökkir skuggar fjarlægra blárra fjallanna sem umkringdu sléttuna. Rykið þyrlaðist um Ismail upp í mitti. A vinstri hönd lá grænn hrísgrjónaakur upp að þorpinu. Þungan ýlduþef lagði fyrir vit Isma- ils. I skurðinum við vegarbrúnina gáraði vindurinn rjómakennda rykskánina á fúlu vatninu. 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.