Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar
tóku leikarar sig saman og settu upp leikrit af miklum vanefnum, en hóparn-
ir nutu ekki stuðnings af neinu tagi og lifðu aldrei lengi. Leikararnir höfðu
flestir lifibrauð sitt af sjónvarpinu og því merka fyrirbæri sem á Kúbu var
kallað novela radial og var leiknar framhaldssögur í útvarpi.
Teatro Estudio sá dagsins ljós 1958. Það ár sendi hópurinn frá sér fyrstu
stefnuskrá sína, en í henni var lýst áformum um að stofna „raunverulegt
þjóðleikhús“ og sýna verk sem flyttu „mannlegan boðskap“. Fyrsta verkið
sem tekið var til sýningar var Long Day’s Journey into Night, eftir Eugene
O’Neill. Sýningin markaði tímamót. Fjórum mánuðum eftir sigur bylting-
arinnar 1959 sendi Teatro Estudio frá sér aðra stefnuyfirlýsingu, þar sem
lagst var gegn hugtakinu „listin fyrir listina" og lýst stuðningi við bylting-
una. I kjölfar þessarar yfirlýsingar kom svo sýning á Góðu sálinni frá
Sesúan eftir Bertolt Brecht.
Ég var svo lánsöm að fá vinnu í þessu leikhúsi árið 1970 og starfa þar í
fimm ár sem aðstoðarleikstjóri, lengstaf með Vicente Revuelta. Þá hafði
hópurinn fengið inni á tveimur stöðum í Vedado-hverfi. Sýningar fóru fram
í Hubert de Blanck-leikhúsinu, sem kennt er við merkan tónlistarfrömuð og
píanista sem lést 1932. Æfingar fóru hinsvegar að mestu leyti fram í rík-
mannlegri villu og stórum garði skammt frá leikhúsinu. Starfsfólk Teatro
Estudio var rúmlega hundrað manns á þessum tíma. Allt starfsfólkið var í
sama stéttarfélagi, vinnustaðurinn myndaði deild í stéttarfélagi kúltúrverka-
manna, Sindicato Nacional de Trabajadores de la Cultura. Deildin kaus sér
stjórn, sem var fulltrúi leikhússins gagnvart heildarsamtökunum og var
stjórnin kosin á almennum fundum í leikhúsinu. Leikhússtjóri var og er enn
Raquel Revuelta, systir Vicente, vinsæl og þekkt leikkona á Kúbu, og auk
hennar stjórnaði málum hússins framkvæmdastjóri, sem skipaður var af
Menningarráðinu, Consejo Nacional de Cultura. Þetta ráð var sett á
laggirnar strax eftir byltingu og fór með yfirstjórn menningarmála allt til
1976, þegar sérstakt ráðuneyti var stofnað í þessu skyni, Ministerio de
Cultura, og nú heyra öll leikhús undir það ráðuneyti. Málefni leikhússins,
svosem verkefnaval og áætlanir, voru rædd á almennum fundum í leik-
húsinu. Fundahöld af þessu tagi voru tíð, enda Kúbumenn gefnir fyrir að
láta ljós sitt skína á fundum og ræða málin ítarlega og opinskátt — og á það
ekki eingöngu við um leikhúsfólk. Sterk hópkennd og samstaða einkenndi
andrúmsloftið í Teatro Estudio, þótt ekki væru allir alltaf sammála og oft
væri þráttað á fundum.
Tvær meginlínur voru ráðandi í verkefnavali leikhússins: annarsvegar að
sýna sígild verk leikbókmenntanna, og hinsvegar ný, kúbönsk leikrit.
Teatro Estudio var fátækt leikhús og aðstæður allar hinar frumstæðustu,
einkum hvað varðaði tæknibúnað. Til dæmis var ekki hægt að hafa tvær sýn-
292