Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
saman. Undir glugganum sem var litlu stærri en lófi, stóðu tvær
mosavaxnar trékollur, sýnilega lekar.
Ismail stóð grafkyrr við fótagaflinn og starði . . .
„Systir,“ sagði hann, Emine systir, hvað hefur komið fyrir
barnið?“
Húð barnsins var strekkt utan um beinin, maginn uppþembdur og
augun sokkin í augnatóftirnar. Ismail gat ekki afborið þessa sjón.
Hann gekk út. Emine hristi pokann sem hann hafði komið með.
„Sjáðu,“ hrópaði hún, „sjáðu Elif systir, þetta kom hann með.
Sjáðu þennan skrattans úlfalda, fjandinn hirði hann. Þarna stendur
hann og glápir með hrokasvip á barnið, spyr svo hvað hafi komið
fyrir það! Við hverju býst hann? Fjandinn eigi hann! Tvö kíló af
sykri! Fyrir þau á ég að mjólka barninu!”
Meðan hún þusaði þreif hún varninginn úr pokanum og henti
honum út um allan kofann. „Það deyr! Barnið mitt deyr. Ur
niðurgangi! Það deyr og allir munu formæla mér!“
„Skilaðu því þá, systir,“ sagði Svarta Elif. „Skilaðu því þá.“
„Barnið mitt deyr!“ hljóðaði Emine. „Allir munu segja að hún hafi
drepið sitt eigið barn fyrir barn annarra."
Ismail reisti sig upp frá veggnum sem hann hafði hallað sér upp að.
„Hóran þín, halta hóran þín,“ hreytti hann út úr sér milli samanbit-
inna tannanna.
Hann gekk á brott, reikull í spori eins og drukkinn maður.
Tveimur dögum seinna kom Emine, hrópandi og blótandi, og
skilaði barninu til Djennet gömlu.
„Hvað ætli fólkið segi,“ sagði hún, „ef barnið mitt deyr? Hvað ætli
það segi?“
Djennet sendi barnið aftur til föður þess.
'i* 't'
Kornið var í mannhæðarháum haug á þreskivellinum. Ismail hafði
byrjað að þreskja löngu fyrir dögun. Sólin var komin nokkuð hátt á
loft og hraukurinn í miðjunni hafði hækkað töluvert. Hann henti
gafflinum frá sér á hálminn og fékk sér vænan teyg úr fötu sem stóð í
skugga á þreskivellinum. A þreskivélinni sat ungur drengur með
grannan háls og gríðarlöng augnahár. Hann sló í sífellu með svipu til
330