Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 49
Siðfrxði gagnrýninna félagsvísinda Frankfurtarskólans, og sérstaklega Max Horkheimer, hafa hafnað allri kenningasmíð í nafni „neikvæðrar díalektíkur“. Rökin eru þau að allar jákvæðar kenningar stuðli að viðgangi kerfisins. Hlutverk neikvæðrar þjóð- félagskenningar hljóti því að einskorðast við gagnrýni á félagslegan veru- leika og vísindalegar kenningar. Tilvistarheimspekingar nota svipuð rök. Þeir halda því fram að þegar kveðið sé á um vísindaleg lögmál þjóðfélagsins þá sé um leið verið að ákvarða skilyrði þess að það geti starfað og haldið sér við; þannig þjóni vísindin óbeint íhaldssömu hlutverki. Styrkur þessarar rökfærslu er að hún vísar til þess sem gerist oftast í raun, þótt það gerist eingöngu vegna þess að flestir fræðimenn kunna því vel að þjóna kerfinu. I sjálfu sér aftrar vísindaleg aðferðafræði engum fræðimanni frá því að setja fram lögmál sem lýsir skaðlegri tilhneigingu í kerfinu. Sígilt dæmi um þetta er lögmál Marx um lækkun meðalgróðahlutfallsins. Reyndar virðist sjálf krafan um vísindalega hlutlægni leggja hverjum þjóðfélagsfræð- ingi þá skyldu á herðar að sýna fram á bœbi þau skilyrði sem afkoma og eðlileg starfsemi kerfisins veltur á og þau skilyrði sem eru fyrir hendi til þess að því verði breytt og nýtt kerfi komi í staðinn. En þetta þýðir það í fyrsta lagi að vísindaleg kenningasmíð þarf ekki að verja kerfið, og í öðru lagi að tvísýn hugsun er ekki dæmd til þess að einskorðast við neikvæða gagnrýni. Raunar virðist sjálft hugtakið „neikvæð díalektík" vera villandi. Neikvæði tvísýnnar gagnrýninnar hugsunar felst í því að uppgötva óhjákvæmilegar takmarkanir tiltekins kerfis og jafnframt leiðirnar til þess að sigrast á þeim. Þessi tvöfalda neitun (Aufhebung) leiðir af sér nýtt kerfi sem á að vera hægt að lýsa (fyrir Hegel er þetta niðurstaðan). Ferli gagnrýninnar hugsunar lætur auðvitað ekki staðar numið við þetta nýja kerfi. Ef framtíðarsýn mannhyggjunnar á að verða eitthvað meira en trú eða von, þá þarfnast hún vísinda í því skyni að sigrast á útópískum einkennum sínum. Hún þarf að breyta fræðilegum hugsjónum í virka starfsemi. V Þegar fræðimenn axla ábyrgðina og fallast á siðfræði mannhyggjunnar, þá skuldbinda þeir sig ekki einungis til þess að vísa veginn til félagslegrar baráttu heldur einnig til þess að taka þátt í henni. Hvers eðlis skuldbinding þeirra er veltur að sjálfsögðu á eðli þeirra vandamála sem framþróun nútímavísinda hefur skapað. Brýnasta verkefnið er að berjast með öllum tiltækum ráðum fyrir stöðvun og útrýmingu mannfjandsamlegrar tækni. Einkum og sér í lagi þýðir þetta baráttu fyrir afvopnun og fyrir nýrri tæknivæðingu án mengunar. Mun yfirgripsmeira verkefni er virk andstaða gegn misbeitingu þeirrar 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.