Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 97
Barnið skipti sem hún hreyfði vögguna, skalf skýlið. Veli frændi var fyrir löngu farinn að sofa, og hraut. Stuttu seinna hætti vaggan að hreyfast. Djennet hlaut að hafa sofnað. Mýflugnaher hafði gert innrás og réðst á hvað sem fyrir var. Það var komið langt fram yfir miðnætti og barnið var enn grátandi. Ismail bylti sér og sneri sér snöggt við einu sinni eða tvisvar, en við það skalf skýlið og titraði. „Frænka," hvíslaði hann, svo lágt að varla heyrðist. „Djennet frænka!“ Konan vaknaði. Annaðhvort hafði hún aldrei sofnað, eða þá að hún hafði rétt fest blund. „Frænka," sagði hann. „Taktu það og farðu með það til höltu Emine. Það er að gera út af við mig. Það þagnar ekki, það þagnar aldrei, það ætlar að ganga af mér dauðum. Farðu með það.“ Gamla konan stóð upp, nuddaði augun og tók barnið úr vöggunni. Aðalumræðuefni kvennanna í þorpinu var halta Emine og barn Ismails. Þær töluðu um þau, hvort sem þær voru við vinnu á ökrun- um eða á gangi eftir þorpsstígunum, á meðan þær ráku kálfana á beit eða sátu við vefinn; hvar sem tvær konur hittust gátu þær ekki um annað talað. Flópur kvenna hafði safnast saman við dyr Svörtu Elif. Þær sneru snældum sínum og skröfuðu. „Heyrðu systir, þetta getur nú kallast heppni. Dauði Zölu varð þessari höltu subbu til happs. Eins dauði er annars brauð.“ „Já systir, ef hún hugsaði nú um barnið, þá væri ekki hægt að kvarta. Það vælir eins og hvolpur frá morgni til kvölds. En hún situr þarna eins og hefðarfrú og étur það sem Ismail færir henni. Hann er svo gott sem búinn að kaupa upp sykurinn, smjörið og rúsínurnar í búðinni, þessi bjáni, og fylla húsið hennar með því. Hús þeirrar höltu er orðið að sölubúð!“ „Satt segirðu systir, það er svo sannarlega orðið að sölubúð!“ „Ef hún bara hugsaði um barnið!" „Eg fer helst ekki fram hjá dyrunum hennar. Barnið vælir frá morgni til kvölds, vesöldin litla. Eins og lítill hvolpur . . . Hjarta manns ætlar að bresta.“ „Litli sakleysinginn, alveg er ömurlegt til þess að vita.“ 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.