Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar að við létum þetta fara minna í taugarnar á okkur ef við áttuðum okkur á að hugmynd þessa fólks um tíma er nauðalík okkar „lifaða tíma“, ef hann fengi að ríkja einn. Hún stafar ekki af óheiðarleika eða leti, heldur af afstöðu til veruleikans sem hjá okkur hefur látið undan ósveigjanlegum tímamælingum klukkunnar. Eg veit ekki um neitt „frumstætt" fólk sem hefur í máli sínu aðferðir, orð eða beygingarmyndir, til að tákna það sem við köllum „tíma“. Þar er engin hugmynd til um „eitthvað" sem rennur og líður og eyðir, án þess að fólk geti haft nokkur áhrif á það. Engu að síður getur þetta fólk hugsað um hluti í samhengi og tímaröð. Það hefur sameiginlega reynslu af atburðarásum sem eru þekkt kennileiti í tilverunni: gangur sólar yfir himininn, venjubundin skipting dagsins milli vinnu, máltíða og hvíldar, árstíðabundin störf, saga eigin ættar o. s. frv. Atburðir eru tímasettir með því að setja þá inn í þessar rásir: „Það var þegar langafi var uppi“, „í þurrkinum mikla“, „í byrjun regntímans". Eða: „ég kem heim þegar sólin er þverhandarbreidd yfir ásnum“, „um kvöldmatar- leytið“ eða þess háttar. Og tíminn er ekkert annað en þessar atburðarásir. Þær ganga ekki inn í neitt stærra, ekkert sem sólargangur dagsins gæti sýnt lítinn bút af, regntíminn annan stærri. Rásirnar eru bara skynjaðar hver fyrir sig, þær verða ekki bornar hver við aðra. Þannig hefur hvert reynslusvið, hvert starf, „sinn tíma“, sína eigin mynd og hraða. Og það er erfitt að setja þau inn í sameiginlegan ramma og segja: „svo hratt“, „svona lengi“. Þetta verður til að fjölga gráu hárunum í höfðunum á mörgum vinnukaupendum og þróunarsérfræðingum. „Það var algengt að Hopi-indjánarnir væru mörg ár að koma upp húsi,“ skrifar mannkönnuðurinn E.T. Hall. „Þeir höfðu greinilega enga hugmynd um að það væri hægt, eða ætti, að byggja hús á ákveðnum tíma, af því að hús átti ekkert eigið tímatal eins og maísinn eða sauðféð. Þetta tímaskyn kostaði ríkisstjórnina mörg þúsund dollara í skipulagsvinnu því að Hopi-indjánarn- ir gátu ekki ímyndað sér að það væri hægt að ætla ákveðinn tíma í að leggja stíflugarð eða veg.“ Punkturinn Ef „frumstæður tími“ er atburðir af þessu tagi, þá er hann ekki það sem er á milli atburðanna. Hann er ekki samhangandi, heldur ekki áfram og áfram, hann „líður“ ekki af sjálfum sér. Hann er röð af punktum og milli þeirra eru tímalaus svæði. Þegar mikið er að gera og margt ber við eru punktarnir þéttir, þar fer tíminn á sprett. I tilbreytingarleysi og athafnaleysi eru punktarnir fáir, og tíminn huegir á sér. Um þetta hefur mannfræðingurinn 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.