Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
Blinda konan svaraði, stynjandi: „Dóttir mín, svarteyga ljósa
stúlkan mín, getum við látið barnið deyja fyrir augum okkar? Það er
næstum dáið, barnið hennar Zölu. Hvað getum við gert? Barnið
hennar Zölu. Hvað get ég sagt? Verndargripurinn hennar Zölu . . .“
Ismail stóð upp. Honum fannst eins og af honum væri létt heljar-
þungu fargi. Hann gekk út úr kofanum.
Huru bar börnin, sitt á hvorum handlegg. Blinda konan fylgdi
henni eftir og hélt með annarri hendinni í buxnastreng Huru. I
dögun komu þær út á akurinn. Huru bjó til lítið grasfleti og lagði
börnin í það, hlið við hlið. Svo kom hún gömlu konunni fyrir hjá
þeim.
Baðmullarekran þeirra var um það bil tveir hektarar. I hálfrökkr-
inu var ekki hægt að greina baðmullarplönturnar frá öðru grasi. Strax
og birti örlítið, byrjaði Huru að strita. Það var ekki eitt einasta tré,
ekki einu sinni runni á öllum akrinum né nokkurs staðar í námunda
við hann. Ilmur af nýplægðri jörð steig upp við hvert hakahögg.
Þegar sólin var komin hátt á loft og sveipaði alla sléttuna hita-
móðu, kallaði blinda konan á Huru: „Dóttir mín, Huru mín, börnin
eru að stikna, þau eru að deyja úr hita. Dökkeyga ljúfan mín, komdu
og láttu þau í skuggann af mér.“ Huru kom og lagði börnin í skugga
gömlu konunnar, sem sneri baki í sólina. „En móðir,“ sagði hún,
„um hádaginn verður enginn skuggi eftir. Hvað gerum við þegar
skugginn verður horfinn? O móðir, hvað gerum við þá?“
Varir blindu konunnar titruðu, þunnar og skorpnar í miðju hrukk-
óttu andlitinu. Sjálft var andlitið ekki stærra en lófi einnar handar, og
undir augnlokunum hreyfðust augun stöðugt eins og tvær litlar
kúlur. Horaðar og æðaberar hendurnar voru alsettar blettum af
öllum stærðum og gerðum. Ef ekki hefðu verið þessar óteljandi
hrukkur, hefði strax sést að hún var öll frekknótt af sólinni. Þar sem
hún sat, var hún ekki stærri um sig en barn. I hvert skipti sem börnin
fóru að gráta, kallaði hún til Huru með góðlegu og hlýju röddinni
sinni svo hún kæmi og gæfi þeim að sjúga. Síðan reri hún til hliðanna
og söng vögguvísu:
Barnið mitt þú sefur nú, svona, svona
I garði fínum gengur þú, svona, svona
334