Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 104
Tímarit Máls og menningar Blinda konan svaraði, stynjandi: „Dóttir mín, svarteyga ljósa stúlkan mín, getum við látið barnið deyja fyrir augum okkar? Það er næstum dáið, barnið hennar Zölu. Hvað getum við gert? Barnið hennar Zölu. Hvað get ég sagt? Verndargripurinn hennar Zölu . . .“ Ismail stóð upp. Honum fannst eins og af honum væri létt heljar- þungu fargi. Hann gekk út úr kofanum. Huru bar börnin, sitt á hvorum handlegg. Blinda konan fylgdi henni eftir og hélt með annarri hendinni í buxnastreng Huru. I dögun komu þær út á akurinn. Huru bjó til lítið grasfleti og lagði börnin í það, hlið við hlið. Svo kom hún gömlu konunni fyrir hjá þeim. Baðmullarekran þeirra var um það bil tveir hektarar. I hálfrökkr- inu var ekki hægt að greina baðmullarplönturnar frá öðru grasi. Strax og birti örlítið, byrjaði Huru að strita. Það var ekki eitt einasta tré, ekki einu sinni runni á öllum akrinum né nokkurs staðar í námunda við hann. Ilmur af nýplægðri jörð steig upp við hvert hakahögg. Þegar sólin var komin hátt á loft og sveipaði alla sléttuna hita- móðu, kallaði blinda konan á Huru: „Dóttir mín, Huru mín, börnin eru að stikna, þau eru að deyja úr hita. Dökkeyga ljúfan mín, komdu og láttu þau í skuggann af mér.“ Huru kom og lagði börnin í skugga gömlu konunnar, sem sneri baki í sólina. „En móðir,“ sagði hún, „um hádaginn verður enginn skuggi eftir. Hvað gerum við þegar skugginn verður horfinn? O móðir, hvað gerum við þá?“ Varir blindu konunnar titruðu, þunnar og skorpnar í miðju hrukk- óttu andlitinu. Sjálft var andlitið ekki stærra en lófi einnar handar, og undir augnlokunum hreyfðust augun stöðugt eins og tvær litlar kúlur. Horaðar og æðaberar hendurnar voru alsettar blettum af öllum stærðum og gerðum. Ef ekki hefðu verið þessar óteljandi hrukkur, hefði strax sést að hún var öll frekknótt af sólinni. Þar sem hún sat, var hún ekki stærri um sig en barn. I hvert skipti sem börnin fóru að gráta, kallaði hún til Huru með góðlegu og hlýju röddinni sinni svo hún kæmi og gæfi þeim að sjúga. Síðan reri hún til hliðanna og söng vögguvísu: Barnið mitt þú sefur nú, svona, svona I garði fínum gengur þú, svona, svona 334
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.