Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 99
Barnid eins og vatn, eins og vatn. Hann deyr, hann Duran minn. Ég hélt að hann mundi lifa, en svo er hann að deyja, og það er þessu barni að kenna. Ég ætla að skila þeim því aftur . . . Hann má sjálfur eiga það sem hann færir mér. Og hvað kemur hann svo með? Ég sem er að gera út af við mitt eigið barn. Tvö kíló af sykri, tvö kíló á tíu dögum! Já, reyndar, tvö kíló af sykri.“ Konurnar hvöttu hana allar sem ein: „Farðu og hentu því aftur í Djennet gömlu,“ sögðu þær. „Skilaðu því.“ Þegar Emine var farin, dragandi lamaða fótinn á eftir sér, sögðu þær sín í milli: „Barnið lifir ekki hvort sem er.“ „Best að hún skili því.“ „Það vælir eins og hvolpur frá morgni til kvölds." „Látum hana skila því.“ „Heyrðirðu, systir, hún er ekki ánægð með það sem hann færir henni!“ „Nú er hún komin á bragðið." „Tvö kíló af sykri! Þessi subba, haldið þið að hún hafi étið svo mikinn sykur síðan hún kom úr móðurkviði?“ „Hvað haldið þið, hún ætti skilið að drepast!“ „Þessi halta subba!“ „Vesalings maðurinn, hvað ég finn til með honum.“ „Best að hún skili því.“ Þannig töluðu þær. Tólf dögum eftir að Ismail hafði látið barnið í fóstur hjá höltu Emine, kom hann enn með hálffullan poka á bakinu. Hann gekk rakleitt heim til hennar, án þess að koma við hjá frænda sínum. Hús Emine var eins herbergis kofi, veggirnir höfðu verið þéttir með þurrkaðri mykju sem hafði verið slett hroðvirknislega á þá. Þakið var stráþak, orðið feyskið og upplitað. Innanstokksmunir voru fáir sem hægt var að nefna því nafni. I einu horninu mátti sjá þrjá poka og slitna dýnu, bómullartróðið gægðist í gegnum götin á verinu. I öðru horni var kálfur tjóðraður. I kofanum var megn stybba af mykju og kúahlandi, gólfið var þakið leðju. Rétt hjá kálfinum stóð vaggan, skítug og sprungin af elli. I henni lágu börnin tvö hlið við hlið, litlu hnefarnir þeirra fléttaðir 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.