Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 99
Barnid
eins og vatn, eins og vatn. Hann deyr, hann Duran minn. Ég hélt að
hann mundi lifa, en svo er hann að deyja, og það er þessu barni að
kenna. Ég ætla að skila þeim því aftur . . . Hann má sjálfur eiga það
sem hann færir mér. Og hvað kemur hann svo með? Ég sem er að
gera út af við mitt eigið barn. Tvö kíló af sykri, tvö kíló á tíu dögum!
Já, reyndar, tvö kíló af sykri.“
Konurnar hvöttu hana allar sem ein: „Farðu og hentu því aftur í
Djennet gömlu,“ sögðu þær. „Skilaðu því.“ Þegar Emine var farin,
dragandi lamaða fótinn á eftir sér, sögðu þær sín í milli:
„Barnið lifir ekki hvort sem er.“
„Best að hún skili því.“
„Það vælir eins og hvolpur frá morgni til kvölds."
„Látum hana skila því.“
„Heyrðirðu, systir, hún er ekki ánægð með það sem hann færir
henni!“
„Nú er hún komin á bragðið."
„Tvö kíló af sykri! Þessi subba, haldið þið að hún hafi étið svo
mikinn sykur síðan hún kom úr móðurkviði?“
„Hvað haldið þið, hún ætti skilið að drepast!“
„Þessi halta subba!“
„Vesalings maðurinn, hvað ég finn til með honum.“
„Best að hún skili því.“
Þannig töluðu þær.
Tólf dögum eftir að Ismail hafði látið barnið í fóstur hjá höltu Emine,
kom hann enn með hálffullan poka á bakinu. Hann gekk rakleitt
heim til hennar, án þess að koma við hjá frænda sínum. Hús Emine
var eins herbergis kofi, veggirnir höfðu verið þéttir með þurrkaðri
mykju sem hafði verið slett hroðvirknislega á þá. Þakið var stráþak,
orðið feyskið og upplitað. Innanstokksmunir voru fáir sem hægt var
að nefna því nafni. I einu horninu mátti sjá þrjá poka og slitna dýnu,
bómullartróðið gægðist í gegnum götin á verinu. I öðru horni var
kálfur tjóðraður.
I kofanum var megn stybba af mykju og kúahlandi, gólfið var
þakið leðju. Rétt hjá kálfinum stóð vaggan, skítug og sprungin af elli.
I henni lágu börnin tvö hlið við hlið, litlu hnefarnir þeirra fléttaðir
329