Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
hana til að láta undan ef ekki hefði verið Zeki aga, þessi bannsetti aga.
— Eg réð þig upp á helmingaskipti, sagði hann, meðan þú varst ekki
annað en vesælt leiguþý. Láttu ekki uppskeruna mína rotna á ökrun-
urn. — A kvöldin kom ég heim. Zala, þér líður ekki vel. Leyfðu mér
að hjúkra þér eða fara með þig til læknis, sárbað ég hana. A hverju
kvöldi sór hún og sárt við lagði að sér liði betur. — Mér líður aðeins
betur í dag, var hún vön að segja. I fyrramálið ætla ég að drífa mig
fram úr. — En á kvöldin, þegar ég kom heim, lá hún þarna ennþá.
Þannig gekk það í tuttugu daga. Zala var orðin horaðri en saumnál.
Augun voru sokkin í augnatóftirnar. Hún var ekkert nema skinnið
og beinin. Uppskerunni var næstum lokið. En ég var búinn að fá nóg,
ég þoldi ekki lengur við. Eg sá að Zala var að deyja, ég var að missa
hana.“
Röddin varð hvöss, en varirnar skulfu. Hann náði þó valdi yfir
röddinni, herti sig upp og sagði hátt og ákveðið:
„Ég fór og stillti mér upp fyrir framan Zeki aga. — Aga, sagði ég,
konan mín er að deyja. Ég verð að fara með hana til læknisins. Aga
hló. — Ismail, sagði hann, þekkirðu ekki þetta kvenfólk? Þær liggja
og liggja fárveikar í rúminu, og svo eru þær allt í einu komnar á
fætur. Þær þurfa enga lækna. Þær eru gerðar úr stáli, það eru þær svo
sannarlega. Hvaða áhyggjur eru þetta? Hugsaðu heldur um að vinna!
— Nei, sagði ég, aga, allt sem ég á mátt þú eiga, eins og það væri
mjólkin úr móður þinni. Baðmullina mína, sesamfræið mitt, kornið
mitt, ég gef þér allt. Leyfðu mér að gefa þér það. Láttu mig bara hafa
25 lírur. — Loksins gafst hann upp og gaf mér 25 lírur. Ég fann kerru
og fór með hana til læknisins í borginni, en hann var ekki heima.
Hann var farinn í sumarbústaðinn sinn upp í fjöllunum. Ég leitaði
dyrum og dyngjum í borginni að öðrum lækni, og fann að lokum
hjúkrunarmann, einn af þessum sem gefa kínínsprautur. Hann kom
og leit sem snöggvast á Zölu . . . Þá var hún alveg að gefa upp öndina.
Hún er búin að vera, þessi, hvíslaði hann að mér. — Gefðu henni
sprautu, sagði ég. — Ég get það ekki, svaraði hann, til hvers væri það?
— Eg tók fram peningana. Hérna, sagði ég, eru peningarnir þínir.
Sprautaðu hana. Ég borga þér fyrir, er það ekki? Þú myndir sprauta
tréð þarna, eða hestana mína, ef ég borgaði þér fyrir. Sprautaðu hana,
bróðir, svo að samviska mín láti mig í friði og svo að vinir og óvinir
formæli mér ekki.
320