Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 90
Tímarit Máls og menningar hana til að láta undan ef ekki hefði verið Zeki aga, þessi bannsetti aga. — Eg réð þig upp á helmingaskipti, sagði hann, meðan þú varst ekki annað en vesælt leiguþý. Láttu ekki uppskeruna mína rotna á ökrun- urn. — A kvöldin kom ég heim. Zala, þér líður ekki vel. Leyfðu mér að hjúkra þér eða fara með þig til læknis, sárbað ég hana. A hverju kvöldi sór hún og sárt við lagði að sér liði betur. — Mér líður aðeins betur í dag, var hún vön að segja. I fyrramálið ætla ég að drífa mig fram úr. — En á kvöldin, þegar ég kom heim, lá hún þarna ennþá. Þannig gekk það í tuttugu daga. Zala var orðin horaðri en saumnál. Augun voru sokkin í augnatóftirnar. Hún var ekkert nema skinnið og beinin. Uppskerunni var næstum lokið. En ég var búinn að fá nóg, ég þoldi ekki lengur við. Eg sá að Zala var að deyja, ég var að missa hana.“ Röddin varð hvöss, en varirnar skulfu. Hann náði þó valdi yfir röddinni, herti sig upp og sagði hátt og ákveðið: „Ég fór og stillti mér upp fyrir framan Zeki aga. — Aga, sagði ég, konan mín er að deyja. Ég verð að fara með hana til læknisins. Aga hló. — Ismail, sagði hann, þekkirðu ekki þetta kvenfólk? Þær liggja og liggja fárveikar í rúminu, og svo eru þær allt í einu komnar á fætur. Þær þurfa enga lækna. Þær eru gerðar úr stáli, það eru þær svo sannarlega. Hvaða áhyggjur eru þetta? Hugsaðu heldur um að vinna! — Nei, sagði ég, aga, allt sem ég á mátt þú eiga, eins og það væri mjólkin úr móður þinni. Baðmullina mína, sesamfræið mitt, kornið mitt, ég gef þér allt. Leyfðu mér að gefa þér það. Láttu mig bara hafa 25 lírur. — Loksins gafst hann upp og gaf mér 25 lírur. Ég fann kerru og fór með hana til læknisins í borginni, en hann var ekki heima. Hann var farinn í sumarbústaðinn sinn upp í fjöllunum. Ég leitaði dyrum og dyngjum í borginni að öðrum lækni, og fann að lokum hjúkrunarmann, einn af þessum sem gefa kínínsprautur. Hann kom og leit sem snöggvast á Zölu . . . Þá var hún alveg að gefa upp öndina. Hún er búin að vera, þessi, hvíslaði hann að mér. — Gefðu henni sprautu, sagði ég. — Ég get það ekki, svaraði hann, til hvers væri það? — Eg tók fram peningana. Hérna, sagði ég, eru peningarnir þínir. Sprautaðu hana. Ég borga þér fyrir, er það ekki? Þú myndir sprauta tréð þarna, eða hestana mína, ef ég borgaði þér fyrir. Sprautaðu hana, bróðir, svo að samviska mín láti mig í friði og svo að vinir og óvinir formæli mér ekki. 320
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.