Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 85
Barnid
brómberjarunna sem varla sást fyrir ryki. Skálmarnar á sjalvar-bux-
unum hans voru ataðar leðju. Hann hristi þær.
Barnið grét, suðandi flugur þöktu andlitið. Ismail rak þær á flótta
með snöggri handarhreyfingu, en barnið hætti ekki að gráta. Hann
tók það upp aftur og vaggaði því í fangi sér.
„Sofðu barnið mitt,“ sagði hann, „svona, svona . . .“
En gráturinn stöðvaðist ekki. Hann greip blauta skyrtuna af runn-
anum, flýtti sér í hana og hraðaði sér af stað. Það sást ekki í hann
nema niður í mitti fyrir ryki. Höfuð barnsins lafði, það grét enn,
kveinaði með mjórri, vesælli röddu.
Vörubíll fór hjá. I góða stund teygði langt rykský sig eftir vegin-
um. Þegar Ismail kom út úr skýinu, lagði þungan ýlduþef að vitum
hans. Til hægri handar lá grænn hrísgrjónaakur alveg upp að þorp-
inu. Meðfram vegarbrúninni var fúlt vatn í skurði. Rykið hafði sest í
rjómakennda skán á yfir borði þess, sem bærðist ekki. I brennandi
hitanum lagði gufu upp af víðáttumiklum hrísgrjónaakrinum.
Rétt við veginn stóð hokinn og gráskeggjaður vatnsberi með
skóflu í hendi. Ur fjarlægð mátti sjá svitann perla á andliti hans.
Ismail hraðaði sér fram hjá honum. Hann laut höfði niður að andliti
barnsins og starði fast á það.
„Hó, þarna, ferðalangur,“ hrópaði karlinn, „höfuðið á barninu
lafir!“ Ismail virtist ekki heyra til hans. Hann gekk hratt áfram, í
sömu stellingu án þess að hinkra við.
„Guð varðveiti okkur frá slíku óláni,“ tautaði sá gamli við sjálfan
sig. „Þvílíkir erfiðleikar."
Ismail hélt inn í þorpið án þess að hægja ferðina. A þröngum,
rykugum götunum, hafði mykju verið hrúgað upp í háa hrauka.
Húskofarnir voru gerðir úr óbrenndum múrsteini, smurðum með
leir. I áföstum skúrum mátti sjá hænsn með gapandi gogga, lafandi
tungur og vængi tvístíga í moldinni, en hundar með rauðar lafandi
tungur lágu og sváfu. Ekkert tré var sjáanlegt í þorpinu.
Móðurbróðir Ismail átti húskofa í miðju þorpinu. Hann var gerð-
ur úr reyr, með stráþaki, hænsnakofinn var hægra megin, skakkur og
skældur. Fyrir framan dyrnar stóð gömul kerra úr sprungnum viði.
Hún var ómáluð og hjólin ryðguð. Undir henni lágu hænur og
hundar. Ond nokkur gekk fyrir ungahóp sem var eins og lifandi
hnyklahrúga. Dyrnar stóðu í hálfa gátt. Kona sem sýndist stór og
315