Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 85
Barnid brómberjarunna sem varla sást fyrir ryki. Skálmarnar á sjalvar-bux- unum hans voru ataðar leðju. Hann hristi þær. Barnið grét, suðandi flugur þöktu andlitið. Ismail rak þær á flótta með snöggri handarhreyfingu, en barnið hætti ekki að gráta. Hann tók það upp aftur og vaggaði því í fangi sér. „Sofðu barnið mitt,“ sagði hann, „svona, svona . . .“ En gráturinn stöðvaðist ekki. Hann greip blauta skyrtuna af runn- anum, flýtti sér í hana og hraðaði sér af stað. Það sást ekki í hann nema niður í mitti fyrir ryki. Höfuð barnsins lafði, það grét enn, kveinaði með mjórri, vesælli röddu. Vörubíll fór hjá. I góða stund teygði langt rykský sig eftir vegin- um. Þegar Ismail kom út úr skýinu, lagði þungan ýlduþef að vitum hans. Til hægri handar lá grænn hrísgrjónaakur alveg upp að þorp- inu. Meðfram vegarbrúninni var fúlt vatn í skurði. Rykið hafði sest í rjómakennda skán á yfir borði þess, sem bærðist ekki. I brennandi hitanum lagði gufu upp af víðáttumiklum hrísgrjónaakrinum. Rétt við veginn stóð hokinn og gráskeggjaður vatnsberi með skóflu í hendi. Ur fjarlægð mátti sjá svitann perla á andliti hans. Ismail hraðaði sér fram hjá honum. Hann laut höfði niður að andliti barnsins og starði fast á það. „Hó, þarna, ferðalangur,“ hrópaði karlinn, „höfuðið á barninu lafir!“ Ismail virtist ekki heyra til hans. Hann gekk hratt áfram, í sömu stellingu án þess að hinkra við. „Guð varðveiti okkur frá slíku óláni,“ tautaði sá gamli við sjálfan sig. „Þvílíkir erfiðleikar." Ismail hélt inn í þorpið án þess að hægja ferðina. A þröngum, rykugum götunum, hafði mykju verið hrúgað upp í háa hrauka. Húskofarnir voru gerðir úr óbrenndum múrsteini, smurðum með leir. I áföstum skúrum mátti sjá hænsn með gapandi gogga, lafandi tungur og vængi tvístíga í moldinni, en hundar með rauðar lafandi tungur lágu og sváfu. Ekkert tré var sjáanlegt í þorpinu. Móðurbróðir Ismail átti húskofa í miðju þorpinu. Hann var gerð- ur úr reyr, með stráþaki, hænsnakofinn var hægra megin, skakkur og skældur. Fyrir framan dyrnar stóð gömul kerra úr sprungnum viði. Hún var ómáluð og hjólin ryðguð. Undir henni lágu hænur og hundar. Ond nokkur gekk fyrir ungahóp sem var eins og lifandi hnyklahrúga. Dyrnar stóðu í hálfa gátt. Kona sem sýndist stór og 315
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.