Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 51
Sidfrœdi gagnrýninna félagsvísinda
Akveðin skilyrði draga úr ósjálfstæði og auka á nauðsynlegt sjálfræði
einstaklingsins. Oll tengjast þau breytingum á vitund hans og lífsstíl sem
birtast í aukinni sjálfskennd og staðfestu. Eftirtaldir þættir virðast skipta
meginmáli:
1. Að endurmeta á gagnrýninn hátt þau gildi og hlutverk, sem okkur hafa
verið innrætt í uppeldi og kennslu, með það fyrir augum að móta nýja og
heilsteypta lífsstefnu. An slíkrar tilraunar til gagnrýni og sjálfsuppbyggingar
gæti fræðimann skort þann styrk sem siðferðileg sannfæring krefst. Eins og
allir aðrir er hann sér meðvitaður um ýmsar siðareglur sem stjórna breytni
hans, en hann kann að vera líklegri til þess en aðrir að gera sér grein fyrir því
að þessar reglur skortir bæði einingu og skynsamlegan grundvöll, að þær
koma úr ýmsum áttum og mynda annarleg, óáreiðanleg öfl í vitundarlífi
hans. Slík upplausn við rætur siðferðisvitundarinnar leiðir til tækifærissinn-
aðrar breytni og flótta. Sjálfstæð lífsskoðun [Weltanschauung] er því for-
senda þess að geta tekið þá áhættu sem sjálfráð siðferðileg afstaða felur í sér.
2. Að losna við gerviþarfir, t. d. fyrir völd, auð og óþarfar neysluvörur,
ómerkilega titla og mannvirðingar, eða falska vináttu. Slíkar gerviþarfir eru
tímasóun og valda stöðugum kvíða, auk þess veikja þær manneskjuna og
gera hana ósjálfstæða. Siðferðilegt frelsi felur í sér að maður sé reiðubúinn
til þess að verða fyrir aðkasti og ofsóknum. Spinoza var einhver frjálsasti
maður síns tíma vegna þess m. a. að hann vann fyrir sér með því að hreinsa
sjóngler. Fræðimenn sem leggja allt upp úr stöðuhækkunum, mannvirðing-
um og pólitískum áhrifum, og vilja hafa það sem þægilegast, ferðast á
kostnað hins opinbera og viðhalda falskri vináttu með öllum ráðum — þeir
hafa ekki efni á frelsi til þess að taka siðferðilega afstöðu.
3. Að gera vísindalega vinnu og viðleitni að raunverulegum starfsvettvangi.
Gerviþarfir koma í stað eiginlegra þarfa, þær eru nauðsynlegar til þess að
hlúa að andlega snauðu lífi. Ef fræðimaður lítur á rannsóknir sínar sem
markmid í sjálfu sér, sem fullnægir sköpunarþrá hans og hæfileikum, getur
hann skipulagt líf sitt á einfaldan, heilbrigðan hátt sem mun veita honum
það sjálfstæði og siðferðilega sjálfræði sem nauðsynlegt er.
Það mætti líka nefna önnur skilyrði, svo sem að hafa áhuga á vísindum og
menningu almennt, vera opinn fyrir breytingum, fylgjast með nýjum félags-
legum þörfum og vera hæfur starfsmaður. En þetta eru hvorki nauðsynleg
né nægjanleg skilyrði: það frelsi sem felst í siðferðilegri athöfn getur ekki
ráðist af þeim. En þau eiga sinn þátt í því að skapa persónulega aðstöðu þar
sem mörgum hindrunum til sjálfsákvörðunar hefur verið rutt úr vegi.
281