Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 51
Sidfrœdi gagnrýninna félagsvísinda Akveðin skilyrði draga úr ósjálfstæði og auka á nauðsynlegt sjálfræði einstaklingsins. Oll tengjast þau breytingum á vitund hans og lífsstíl sem birtast í aukinni sjálfskennd og staðfestu. Eftirtaldir þættir virðast skipta meginmáli: 1. Að endurmeta á gagnrýninn hátt þau gildi og hlutverk, sem okkur hafa verið innrætt í uppeldi og kennslu, með það fyrir augum að móta nýja og heilsteypta lífsstefnu. An slíkrar tilraunar til gagnrýni og sjálfsuppbyggingar gæti fræðimann skort þann styrk sem siðferðileg sannfæring krefst. Eins og allir aðrir er hann sér meðvitaður um ýmsar siðareglur sem stjórna breytni hans, en hann kann að vera líklegri til þess en aðrir að gera sér grein fyrir því að þessar reglur skortir bæði einingu og skynsamlegan grundvöll, að þær koma úr ýmsum áttum og mynda annarleg, óáreiðanleg öfl í vitundarlífi hans. Slík upplausn við rætur siðferðisvitundarinnar leiðir til tækifærissinn- aðrar breytni og flótta. Sjálfstæð lífsskoðun [Weltanschauung] er því for- senda þess að geta tekið þá áhættu sem sjálfráð siðferðileg afstaða felur í sér. 2. Að losna við gerviþarfir, t. d. fyrir völd, auð og óþarfar neysluvörur, ómerkilega titla og mannvirðingar, eða falska vináttu. Slíkar gerviþarfir eru tímasóun og valda stöðugum kvíða, auk þess veikja þær manneskjuna og gera hana ósjálfstæða. Siðferðilegt frelsi felur í sér að maður sé reiðubúinn til þess að verða fyrir aðkasti og ofsóknum. Spinoza var einhver frjálsasti maður síns tíma vegna þess m. a. að hann vann fyrir sér með því að hreinsa sjóngler. Fræðimenn sem leggja allt upp úr stöðuhækkunum, mannvirðing- um og pólitískum áhrifum, og vilja hafa það sem þægilegast, ferðast á kostnað hins opinbera og viðhalda falskri vináttu með öllum ráðum — þeir hafa ekki efni á frelsi til þess að taka siðferðilega afstöðu. 3. Að gera vísindalega vinnu og viðleitni að raunverulegum starfsvettvangi. Gerviþarfir koma í stað eiginlegra þarfa, þær eru nauðsynlegar til þess að hlúa að andlega snauðu lífi. Ef fræðimaður lítur á rannsóknir sínar sem markmid í sjálfu sér, sem fullnægir sköpunarþrá hans og hæfileikum, getur hann skipulagt líf sitt á einfaldan, heilbrigðan hátt sem mun veita honum það sjálfstæði og siðferðilega sjálfræði sem nauðsynlegt er. Það mætti líka nefna önnur skilyrði, svo sem að hafa áhuga á vísindum og menningu almennt, vera opinn fyrir breytingum, fylgjast með nýjum félags- legum þörfum og vera hæfur starfsmaður. En þetta eru hvorki nauðsynleg né nægjanleg skilyrði: það frelsi sem felst í siðferðilegri athöfn getur ekki ráðist af þeim. En þau eiga sinn þátt í því að skapa persónulega aðstöðu þar sem mörgum hindrunum til sjálfsákvörðunar hefur verið rutt úr vegi. 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.