Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 5
Adrepur
Einstaka bréfritari gerir fræðilegar athugasemdir við efni heftisins: „Kannski
er það rétt hjá Arna að „Sigurður Nordal byrjaði feril sinn sem skáld. A 3.
áratugnum skrifaði hann ritdóma um samtímaverk og sneri sér loks aðallega að
bókmenntasögu og fornbókmenntum.“ Eg hefði getað sagt: S. N. byrjaði feril
sinn sem textafræðingur. Á 3. og 4. áratugnum vann hann stórvirki í rannsókn-
um fornbókmennta (Snorri, Völuspá, Egla, Hrafnkatla) og bókmenntasögu
(Samhengið, Nordisk kultur). En síðar voru áhrifamestu verk hans um einstök
skáld síðari alda og samtímans. Svona er allt afstætt, ekki neita ég því, og háð
vali sagnfræðingsins á staðreyndum.“
Það má taka undir með þessum síðasta bréfritara að allt sé afstætt. Hér voru
bara teknir nokkrir bútar úr bréfum og ekki hægt að vitna í símtöl þótt þau hafi
verið miklu fleiri. En þessir stuttu dómar eru góðir fulltrúar fyrir margvíslegan
smekk lesenda og þó umfram allt áhuga þeirra á efninu og löngun til að hafa orð
á honum. Sjálfsagt gætu ekki margir íslenskir menn kallað fram eins mikil
viðbrögð meðal almennings og Sigurður Nordal getur ennþá, tíu árum eftir
dauða sinn. Hann lifir enn góðu lífi meðal þjóðarinnar sem maður, fræðimaður
og menningarpostuli.
Við viljum hvetja fólk til að halda áfram að láta í ljós álit sitt á Tímaritinu.
Fyrir löngu voru stundum birt þar bréf frá félagsmönnum og mættu menn taka
fram hvort við megum birta kafla úr bréfunum undir nafni. Ekki var haft
samband við bréfritara sem hér var vitnað til þannig að engin nöfn verða gefin
upp, en allir sem einn fá þeir þakkir okkar fyrir áhugann.
Nýja félaga!
Tímarit Máls og menningar fer víða en aldrei nógu víða. Undanfarna mánuði
höfum við gert óvísindalegar skyndiathuganir á mannamótum og komist að
raun um að næsta auðvelt er að fjölga áskrifendum. Margir verða jafnvel fegnir
að fá tækifæri til að ganga í félagið án þess að þurfa að hafa fyrir því, hringja eða
skrifa.
Okkur langar að biðja félaga Máls og menningar og áskrifendur Tímaritsins
að hjálpa okkur að fjölga félagsmönnum. Með þessu hefti fylgir miði sem
útfylltur er ávísun á eina væna bók sem þið fáið póstsenda um hæl. Og auðvitað
megið þið safna fleiri áskrifendum ef ykkur langar í fleiri bækur. Þið munið
kjörin: Fyrir aðeins 630,- kr. fá menn fimm hefti af Tímaritinu, með greinum,
sögum, ljóðum og ritdómum, einhverju við allra hæfi, og auk þess 15% afslátt af
útgáfubókum Máls og menningar. Það eru góð kjör!
SA
235