Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 5
Adrepur Einstaka bréfritari gerir fræðilegar athugasemdir við efni heftisins: „Kannski er það rétt hjá Arna að „Sigurður Nordal byrjaði feril sinn sem skáld. A 3. áratugnum skrifaði hann ritdóma um samtímaverk og sneri sér loks aðallega að bókmenntasögu og fornbókmenntum.“ Eg hefði getað sagt: S. N. byrjaði feril sinn sem textafræðingur. Á 3. og 4. áratugnum vann hann stórvirki í rannsókn- um fornbókmennta (Snorri, Völuspá, Egla, Hrafnkatla) og bókmenntasögu (Samhengið, Nordisk kultur). En síðar voru áhrifamestu verk hans um einstök skáld síðari alda og samtímans. Svona er allt afstætt, ekki neita ég því, og háð vali sagnfræðingsins á staðreyndum.“ Það má taka undir með þessum síðasta bréfritara að allt sé afstætt. Hér voru bara teknir nokkrir bútar úr bréfum og ekki hægt að vitna í símtöl þótt þau hafi verið miklu fleiri. En þessir stuttu dómar eru góðir fulltrúar fyrir margvíslegan smekk lesenda og þó umfram allt áhuga þeirra á efninu og löngun til að hafa orð á honum. Sjálfsagt gætu ekki margir íslenskir menn kallað fram eins mikil viðbrögð meðal almennings og Sigurður Nordal getur ennþá, tíu árum eftir dauða sinn. Hann lifir enn góðu lífi meðal þjóðarinnar sem maður, fræðimaður og menningarpostuli. Við viljum hvetja fólk til að halda áfram að láta í ljós álit sitt á Tímaritinu. Fyrir löngu voru stundum birt þar bréf frá félagsmönnum og mættu menn taka fram hvort við megum birta kafla úr bréfunum undir nafni. Ekki var haft samband við bréfritara sem hér var vitnað til þannig að engin nöfn verða gefin upp, en allir sem einn fá þeir þakkir okkar fyrir áhugann. Nýja félaga! Tímarit Máls og menningar fer víða en aldrei nógu víða. Undanfarna mánuði höfum við gert óvísindalegar skyndiathuganir á mannamótum og komist að raun um að næsta auðvelt er að fjölga áskrifendum. Margir verða jafnvel fegnir að fá tækifæri til að ganga í félagið án þess að þurfa að hafa fyrir því, hringja eða skrifa. Okkur langar að biðja félaga Máls og menningar og áskrifendur Tímaritsins að hjálpa okkur að fjölga félagsmönnum. Með þessu hefti fylgir miði sem útfylltur er ávísun á eina væna bók sem þið fáið póstsenda um hæl. Og auðvitað megið þið safna fleiri áskrifendum ef ykkur langar í fleiri bækur. Þið munið kjörin: Fyrir aðeins 630,- kr. fá menn fimm hefti af Tímaritinu, með greinum, sögum, ljóðum og ritdómum, einhverju við allra hæfi, og auk þess 15% afslátt af útgáfubókum Máls og menningar. Það eru góð kjör! SA 235
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.